Réttur


Réttur - 01.05.1964, Side 63

Réttur - 01.05.1964, Side 63
R É T T U R 127 „Útrýming" bændastéttarinnar í Bandaríkjunum. „Saturday Evening Post“ lýsir því hvernig sjálfvirknin, sem ger- Lyltir nú tækni verksmiðjanna, fækki fólkinu í sveitunum um allt að því milljón manna á ári. Afleiðingin er sú um leið að þúsundir hæja, sem lifað hafa af viðskiptum við bændur, veslast smátt og smátt upp. Samkvæmt landbúnaðarskýrslum Bandaríkjanna voru 1955 um 4,8 milljónir bændabýla í Bandaríkjunum. Þar var 11% færra en á fimm ára tímabilinu á undan. 1959 voru aðeins 3,7 milljónir bænda- býla. Fækkunin nam nú 23%. Á árunum 1960, 1961 og 1962 nam fækkunin 500.000 til 600.000. Talið er að tala bændabýlanna muni minnka um 2 milljónir. Það eru einokunarauöfélögin, sem drottna í landbúnaöinum. í bók Edward Higby: „Bændabýli og bændur á öld borganna“, er sýnt fram á að 3% búgarðanna, sem stærstir eru, framleiði eins mikið og 78% bændabýlanna, sem standa á lægsta þrepi þjóðfélags- stigans tæknilega séð. Fyrir 30 árum vakti kvikmynd og saga John Steinbeck „Þrúgur reiðinnar“ alheimsathygli fyrir að sýna hörmungar bændanna í beimskreppunni. Nú hefur heimildarkvikmyndin „Uppskera smánarinnar“ ýtt við Bandaríkjamönnum. Hún sýnir eymdina, sem 500.000 flökkuverkamenn verða að búa við í þessu auðuga „velferðarríki“. Þeir eru meðhöndlaðir næstum því eins og þrælar. Harðstjórn portúgalska auðvaldsins í nýlendum sínum. Nýlenduherrarnir í Portúgal, — þessir bandamenn íslands til varnar lýðræði og þjóðfrelsi (!) — halda áfram að kúga ellefu milljónir manna í Angola, Mozambique, portúgölsku Guineu, Græn- höfðaeyjum, St. Tliomas og Principe. Það er blóðug harðstjórn, sem þarna er beitt: Á eynni St. Thomas, sem hefur um 60.000 íbúa, hafa um 1000 manns verið drepnir fyrir að neita að vinna sem ánauðugir þrælar. Árið 1959 voru 50 hafnarverkamenn drepnir í portúgölsku Guineu fyrir að heimta launahækkun. 1 Mueda-héraði á Mozambique voru hundruð bænda skotnir af refsisveitum fyrir að krefjast lands. 1 júlí 1960 voru mörg hundruð manna drepnir í Angola fyrir að *>eirnta lausan einn foringja þjóðfrelsisbaráttunnar, er hafði verið fangelsaður án laga og réttar.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.