Réttur


Réttur - 01.05.1964, Page 64

Réttur - 01.05.1964, Page 64
128 U E T T U R Aðeins á tímabilinu frá febrúar til marz 1961 drápu Portúgalar 50.000 manns í nýlenduhernaði sínum í Angola, sem enn heldur áfram. En þessi ógnarstjórn hins þokkalega bandamanns í Atlantshafs- óandalaginu veldur ekki ritstjórn Morgunbiaðsins andvökum. Blóðbað og einræði i Honduras — Bandarikin ó bak við. 3. október 1963 var gerð einræðisbylting af hernum í Honduras. 800 manns voru drepnir í þessu litla landi. Bak við blóðbaðið stóð auðvald Bandaríkjanna. Aður hafði herstjórn Bandaríkjanna staðið á bak við álíka aðgerðir í Salvador, Guatemala og Nicaragua. ,.Gorillur“ bandarísku herstjórnarinnar eru nú að grípa völdin í liverju smálýðveldi Mið-Ameríku á fætur öðru, er leppar þeirra sem fyrir voru tóku að gerast ótryggir undir áhrifum lýðsins. Og bak við herforingjaeinræðið og blóðböðin standa auðhringir Bandaríkjanna. í Honduras er það United Fruit Company, ávaxtahringurinn al- ræmdi, sem drottnar. Ilann ræður yfir 70% af efnahagslífi landsins. Hringurinn er vellauðugur. Fólkið í Honduras er fátækt. íbúar Honduras eru um 2 milljónir. 83% eru bændur, — jarðeignalausir að mestu, vinna á hinum stóru búgörðum. United Fruit Company er stærsti jarðeigandinn. 47% hins ræktaða lands tilheyrir bænd- um, sem eiga meir en 100 hektara, og stórjarðeigendum. 68 stærstu búgarðanna (hver yfir 2500 hektara) ná yfir 13% alls ræktanlegs lands. 1959 voru meðaltekjur í Honduras 152 dollarar á mann (6536 isl. kr.) á ári. Meirihluti fólks líður skort. Aðalfæðan er maís og bananar. 47% íbúanna hafa enga skó. 73% af íbúðunum er án vatns. Barnadauði er mikill og fer vaxandi. Gróði ávaxtahringsins er og mikill og fer vaxandi. Einræðisstjórninni var á komið til að tryggja hann. Foringjar verklýðsfélaganna hafa verið fangelsaðir. Kommúnistaflokkurinn starfar í banni laganna og skipuleggur bar- áttuna gegn einræðinu og auðhringnum. Mikið af foringjum hans er í fangelsum harðstjórnarinnar. En alþýðan í Honduras sér fordæmi Kúbu fyrir sér. Hún veit að völd harðstjóranna eiga sér kvöld um síðir. ;

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.