Réttur


Réttur - 01.05.1964, Blaðsíða 64

Réttur - 01.05.1964, Blaðsíða 64
128 U E T T U R Aðeins á tímabilinu frá febrúar til marz 1961 drápu Portúgalar 50.000 manns í nýlenduhernaði sínum í Angola, sem enn heldur áfram. En þessi ógnarstjórn hins þokkalega bandamanns í Atlantshafs- óandalaginu veldur ekki ritstjórn Morgunbiaðsins andvökum. Blóðbað og einræði i Honduras — Bandarikin ó bak við. 3. október 1963 var gerð einræðisbylting af hernum í Honduras. 800 manns voru drepnir í þessu litla landi. Bak við blóðbaðið stóð auðvald Bandaríkjanna. Aður hafði herstjórn Bandaríkjanna staðið á bak við álíka aðgerðir í Salvador, Guatemala og Nicaragua. ,.Gorillur“ bandarísku herstjórnarinnar eru nú að grípa völdin í liverju smálýðveldi Mið-Ameríku á fætur öðru, er leppar þeirra sem fyrir voru tóku að gerast ótryggir undir áhrifum lýðsins. Og bak við herforingjaeinræðið og blóðböðin standa auðhringir Bandaríkjanna. í Honduras er það United Fruit Company, ávaxtahringurinn al- ræmdi, sem drottnar. Ilann ræður yfir 70% af efnahagslífi landsins. Hringurinn er vellauðugur. Fólkið í Honduras er fátækt. íbúar Honduras eru um 2 milljónir. 83% eru bændur, — jarðeignalausir að mestu, vinna á hinum stóru búgörðum. United Fruit Company er stærsti jarðeigandinn. 47% hins ræktaða lands tilheyrir bænd- um, sem eiga meir en 100 hektara, og stórjarðeigendum. 68 stærstu búgarðanna (hver yfir 2500 hektara) ná yfir 13% alls ræktanlegs lands. 1959 voru meðaltekjur í Honduras 152 dollarar á mann (6536 isl. kr.) á ári. Meirihluti fólks líður skort. Aðalfæðan er maís og bananar. 47% íbúanna hafa enga skó. 73% af íbúðunum er án vatns. Barnadauði er mikill og fer vaxandi. Gróði ávaxtahringsins er og mikill og fer vaxandi. Einræðisstjórninni var á komið til að tryggja hann. Foringjar verklýðsfélaganna hafa verið fangelsaðir. Kommúnistaflokkurinn starfar í banni laganna og skipuleggur bar- áttuna gegn einræðinu og auðhringnum. Mikið af foringjum hans er í fangelsum harðstjórnarinnar. En alþýðan í Honduras sér fordæmi Kúbu fyrir sér. Hún veit að völd harðstjóranna eiga sér kvöld um síðir. ;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.