Réttur


Réttur - 01.11.1964, Side 7

Réttur - 01.11.1964, Side 7
R É T T U R 199 Nokkur orð um nafnið „Mohr“. Heima fengum við öll auknefni. (Lesendur „Auðmagnsins“ kannast við hve Marx var hugkvæmur í slíku.) „Mohr“ var algengasta nafnið á Marx, næstum því opin- bert. Það var ekki aðeins notað okkar í milli heldur einnig af öllum nánari vinum. Við kölluðum hann líka „Challey“ (ég ætla upphaf- lega afbakað úr Charley) og „Old Nick“. Móðir mín var alltaf kölluð „Mohme“. Hélene Demuth, okkar ástkæra gamla vinkona — alla ævi nánasti vinur foreldra minna — hlaut framan af ýms nöfn, en að lokum aðeins „Nym“. Eftir 1870 var Engels kallaður „Gener- állinn“. Mjög góð vinkona okkar, Lina Schöler, var kölluð „Old Mole“. Jenny systir mín Qui, Qui, Emperor of China“ og „Di“. Laura systir mín (frú Lafargue) „Hottintottinn“ og „Kakadou“. Eg var „Tussy“ — það nafn hefur loðað við mig — og „Quo, Quo, Successor to the Emperor of China“, og alllengi „Getwerg Alberich“ (úr Niebelungen kvæðunum). Þótt Mohr væri góður hestur hafði hann aðra og meiri hæfileika. Hann var einstakur og óviðjafnanlegur sögumaður. Ég heyrði föður- systur mínar segja, að sem líLill drengur hafi hann verið ógurlegur harðstjóri. Hann hafði þær fyrir hesta og „rak“ þær á harðaspretti niður Markusberg hjá Trier. Og það sem var enn verra, hann heimt- taði að þær borðuðu „kökur“ sem hann bjó til úr óhreinu deigi með óhreinum höndum. En þær létu hann „reka“ sig og borðuðu „kök- urnar“ umyrðalaust vegna ævintýranna sem hann sagði þeim í við- urkenningarskyni. Og mörgum, mörgum árum síðar sagð.i Marx sínum eigin börnum sögur. Systrum mínum sagði hann sögur þegar hann fór með þær í gönguferðir — ég var þá enn of ung — og þau æfintýri voru mæld í milum. „Segðu okkur aðra mílu,“ hrópuðu Láðar stúlkurnar. Æfintýrið um Hans Röckle var dýrðlegast og skemmtilegast hinna mörgu dásamlegu æfintýra sem Mohr sagði mér. Það tók marga mánuði, var eiginlega margar sögur. Það var skaði að enginn skyldi festa þessi æfintýri á pappír. Þau voru barma- full af skáldskap, fyndni og húmor! Röckle var galdramaður í stíl Hoffmanns.*) Hann átti leikfangabúð og var alltaf „í krögguin“. Rúðin var sneisafull af dásamlegustu hlutum, körlum og konum úr tré, risum og dvergum, kóngum og drottningum, verkamönnum og meisturum, spendýrum og fuglum eins og í örkinni hans Nóa, borð- um og stóluin, vögnum og kistlum af öllum stærðum. En þótt hann væri galdramaður gat hann aldrei staðið í skilum, hvorki v.ið kölska *) Hoffmann, liýzkt skáld 1776—1882.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.