Réttur


Réttur - 01.11.1964, Side 9

Réttur - 01.11.1964, Side 9
H É T T U R 201 aldrei nokkur efi læðst í hugskot mitt. í þessu samhengi minnist ég eins æfintýris sem liann sagði mér — ég held að það hafi aldrei verið sagt eins fyrr eða síðar— um smiðinn sem ríku mennirnir tóku af lífi. Þá sagði hann margsinnis: „Við getum fyrirgefið kristn- inni margt af því að hún kenndi okkur að elska börnin.“ Marx hefði getað sagt „leyfið börnunum að koma til mín“, því hvar sem hann fór voru börnin einhvern veginn komin þar ó kreik. Ef hann sat við Heath at Hampsted — slórt óbyggt svæði norður 'óí London, skammt frá gamla bústaðnum okkar — ef hann staldraði við og hvíldi sig á bekk í einhverjum garðinum, hafði brátt hópur barna safnazt í kringum hann. Þau komu v.ingjarnlega fram og kunnuglega við stóra manninn með síða hórið og skeggið og góð- legu brúnu augun. Alókunnug börn komu oft til hans og stönzuðu hann á götu. . . . Eg man eftir, að einu sinni stanzaði lítill skóla- strákur hann í Maitland Park, líklega tíu ára, ón alls hátíðleika eða ótta við „foringja Alþjóðasambandsins“ og bauð honum „to swop knives.“ Eftir smávegis nauðsynlegar skýr.ingar á að „to swop“ þýddi „að bítta“ á drengjamóli, voru báðir hnífarnir teknir upp og gerður samanburður. Hnífur drengsins hafði aðeins eitt blað. Hnífur Marx tvö, en þau voru óneitanlega bitiaus. Eftir miklar um- ræður voru hnífakaupin gerð. Hinn óttalegi „foring.i Alþjóðasam- bandsins“ varð að borga eitt penny með sínum vegna bitleysisins. Marryat og Scott urðu að víkja fyrir Ameríkustríðinu og Bláu bókunum. Mér er minnisstæð óbilandi þolinmæði hans og geðprýði er hann svaraði spurningum mínum, og aldrei kvartaði hann und- an truflunum. Lítil þvaðrandi slúlka hlýtur þó að hafa verið til all mikilla óþæginda meðan hann var að vinna að hinu mikla riti sínu. En barnið varð aldrei vart við að það væri til óþæginda. Eg man að um þetta leyti var ég alveg sannfærð um, að Abraham Lincoln væri í mikilli þörf fyrir góð róð frá mér í stríðinu, og ég samdi löng bréf til hans. Auðvitað varð Mohr að lesa þau og láta í póst. Mörgum, mörgum árum síðar sendi hann mér þessi barnalegu bréf, sem hann hafði geymt af því að honum þótti gaman að þeim. I bernsku minni og á unglingsárum var Mohr hinn ókjósanleg- asti vinur. Heima vorum við öll góðir félagar, og hann ávallt sá bezti og kátasti, einnig ó erfiðu árunum, þegar hann hafði stöðug- ar þrautir af blóðkýlum, og allt til hinnztu stundar. . . . * * * Ég hef hripað niður þessar slitróttu endurminningar, en jafn- vel í þær má ekki vanta örfá orð um móður niína. Það eru engar

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.