Réttur


Réttur - 01.11.1964, Qupperneq 10

Réttur - 01.11.1964, Qupperneq 10
202 RÉTTUB öfgar þótt ég fullyrði, að Karl Marx hefði aldrei orð.ið það sem liann varð án Jenny von Westphalen. Aldrei var líf tveggja mjög merkra manna svo samtvinnað í eitt. Þau fylltu í hvors annars eyður. Hún var frábærlega fögur kona — fegurðin var henni til ánægju og hún var hreykin af henni til æfiloka. I aðdáendahópi hennar voru menn eins og Heine, Herwegh og Lassalle. Og hún var ekki síður gáfuð og fyndin en fögur. Jenny von Westphalen var einstök meðal milljóna. 1 bernsku léku þau sér saman Jenny og Karl. Ung að árum heitbundust þau hvort öðru, hann aðeins sautján ára, hún tuttugu og eins. Eins og Jakob beið eftir Rakel í sjö ár, þannig biðu þau í sjö ár með giftinguna. Og öll komandi æfiár stóðu þau hlið við hlið og horfðust í augu við heiminn, ásamt fórn- fúsri og tryggri vinkonu, Héléne Demuth, í stormi og þrautum, útlegð og sárustu fátækt, róg.i, harðri og þreytandi baráttu; aldrei hikandi, aldrei hopandi, alltaf á varðbergi er skyldan bauð eða hætta steðjaði að. Víst gat hann sagt um hana með orðum Brown- ings: Therefore she is immortally my bride, Chance cannot change my love nor time impair.* Ég held stundum, að hinn geysilegi húmor í skapgerð þeirra hafi tengt þau alÍL að því eins traustum böndum og samstaða þeirra fyr.ir málstað verkalýðsins. Ég er viss um, að aldrei hafa tveir rnenn verið jafn samstilltir í léttu gamni. Ég sá þau oft hlægja þar til tárin runnu niður kinnarnar, einkum ef tilefnið krafðist hlé- drægni og hátíðleika. Meira að segja þeir, sem höfðu tilhneigingu til að hneykslast á þessum galsa, gátu ekki setið á sér að hlægja roeð. Ég sá oft, að þau þorðu ekki að líta hvort á annað. Eitt augna- tillit myndi hafa í för með sér óstjórnlegan hlátur. Það var eins og hjá skólakrökkum, að sjá þau horfa í allar áttir nema hvort á annað. Þau voru full af niðurbældum hlátri, sem brauzt að lokum út þrátt fyrir allar hömlur. A þessari endurminningu vil ég ekki skipta þótt í boði væri allar milljón.irnar, sem stundum er fullyrt að ég hafi erft. Þrátt fyrir allan skortinn, baráttuna, vonbrigðin, voru þau glaðværðin sjálf, og hinn reiðiþrungni þrumuguð er hugarfóstur borgaranna. Hafi jjau orðið fyrir mörgum vonbrigð- um á árum barátlunnar, mætt óvænlu vanþakklæti, þá áttu þau *) Þessvegna er hún að eilífu brúður mín, Engin atvik geta breytt ást minni né tíminn sljófgað hana.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.