Réttur


Réttur - 01.11.1964, Page 11

Réttur - 01.11.1964, Page 11
R É T T U R 203 það, sem íáum er gefið — trygga v.ini. Þar sem nafn Marx er þekkt, þekkist einnig Friedrich Engels. Og þeir, sem þekklu til fjölskyldu Marx, muna einnig nafn einnar göfugustu konu, sem uppi hefur verið Héléne Demuth. Þeir, sem rannsaka mannlegt eðli, verða ekki liissa þótt þessi mikli baráttumaður skyldi jafnframt vera v.ingjarnlegastur og ljúf- astur allra. Þeir munu skilja, að því aðeins gat hann hatað ákafl að hann elskaði heitt; að hárbeittur penni hans gat rekið sálir til vít- is ekki síður en Dante, af því að hann var einmitt sannur maður og hjartagóður. Og þótt liúmor hans gæti verið meinhæðinn og undan sviði sem hrennandi sýru, þá gat hann ekki síður verið smyrsl á sár sorgmæddra og volaðra. Móðir mín andaðist í desember 1881. Hann, sem aldrei hafði skilið við hana í lífinu, fylgdi henni í dauðann fimmtón mánuð- um síðar. Þau sofa vært eftir sv.iptibylji lífsins. Hafi hún verið einstæð kona, þá má segja að liann „was a man, take him for all in all, we shall not look upon his like again.“* ERÁ þýddi. *) „Já, þar var maður, þar var allt í einum, og aldrei framar mun ég sjá hans maka.“ Shakespeare: „Hamlet I. ji. 2. atr. ÞýSing Matth. Joch.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.