Réttur


Réttur - 01.11.1964, Side 14

Réttur - 01.11.1964, Side 14
206 R É T T U R legur dauðadómur yfir þessari stefnu, þar sem hinir raunsæjari leið- togar borgarastéttarinnar hverfa burtu frá henni, en hinir ófor- betranlegu biðja erlenda auðvaldið að koma inn í landið, til að kála sjálfstæði hins óhefta einkaframlaks að fullu og öllu! En hvað um framfarirnar í síldinni? — kann þá einhver að spyrja. — Það er vissulega allt jafn óheppilegt fyrir kenningar aftur- gangnanna, en þægilegt fyrir efnahagslega afkomu þjóðarinnar undir viðreisnarstjórn. Við síldina fengu afturgöngurnar ekkert ráðið, — hún kom, sá og sigraði. Það var aldrei ætlun „hagfræð- inga“ afturgangnanna að stórauka síldveiðarnar, — þeir urðu á því sviði ekki forystumenn heldur leiksoppar framleiðsluaflanna: Hin nýja veiðitækni, síldarmergðin og dugnaður sjómanna og út- gerðarmanna lóku ráðin af hagfræðingum og afturgöngum. Og síld- veiðin mikla gereyðilagði höfuðtilgang allrar afturgöngu-stefn- unnar: að skera á viðskiptin við sósíalistisku löndin. Þau lilutu nú c-inmitt að verða höfuðmarkaðurinn, ekki sízt ef fullvinna skyldi síldina, eins og hagsmunir Islands og alþýðu heimtuðu og Sósíal- islaflokkurinn vísaði veginn til. En hefur þá fésýslustéttin ekkert haft upp úr krafsinu, — fimm ára afturhaldsstjórn sinni, — þó öll stefna hennar hafi brugðizt og allir draumar hennar um óhefta einkaframtakið hrunið til grunna? Jú, vissulega. Þó fésýslustéttin haf.i sýnt sig ófæra til að stýra þjóðarskútunni inn á nýjar leiðir og allar kenningar sérfræðinga hennar reynst tálvon ein, þá hefur hún getað grætt. Hún hefur ein- faldlega notað ríkisvaldið til þess að arðræna launþega og allan almenning vægðarlausar en nokkru sinni fyrr: Gengishækkanir, margföldun dýrtíðar, okurvextir á lánum, skattfrelsi auðfélaga, óbær.ilegur þungi skatta og tolla á almenning, lækkun raunverulegs kaupmátlar launa niður í 81 stig um langt skeið (miðað við 100 árið 1945) — allt er þetta myndin af arðráni fésýslustéttarinnar á fimm árum. Að veita landinu og þjóðinni heilbrigða og viturlega forystu, — f>að getur íslenzk burgeisastétt ekki. Það sýnir hún, þegar hún er að hurðast við að stjórna ein. — En að rœna og rupla í lcrajti laga og ríkisvalds, — það kann hún. — Og síðan að eyða eins og óðir menn, því sem reytt er af almenningi með arðráninu. Þetta er ekki ný reynsla. Þjóðin fékk sömu reynsluna af helmingaskiptastjórn fésýsluvalds- ins 1950 til 1956, þegar Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn deildu arðráninu á almenningi og sætleika ríkisvaldslns „bróðurlega“ á milli sín, komu raunverulegum lægstu launum með gengislækkunum

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.