Réttur


Réttur - 01.11.1964, Side 19

Réttur - 01.11.1964, Side 19
BETTUB 211 skipuleggja baráttuna fyrir frelsi hans. Hún var einnig með þeim fremstu í baráttunni fyrir Tom Mooney, svo og Sacco og Vanzetti. Saga dómsmorðaima í Bandaríkjunum er ægileg, bver svarta síöan við aðra, — en baráttan gegn þeim vitnar líka um þá miklu fórn- fýsi og hetjulund, sem brautryðjendur bandarískarar verklýðshreyf- ingar hafa sýnt í hinum ójafna hildarleik. Stephan G. Stephansson brennimerkti það „réttarfar" Bandarikjanna, sem ekkert var annað en hnefi kúgarans í hinu ódauðlega kvæði sínu um Eugene Debs. Elisabeth Flynn fékk og sjálf að kenna á þessum ofsóknum. Hún var í fyrsta skipti sett í fangelsi árið 1906 og í síðasta skipti dæmd til langrar fangelsisvistar 1955, sat í fangelsi á 65 ára afmæli sínu leins og Eugene Dehs gerði), og losnaði ekki fyrr en loks tók að réna „galdrabrennu-andrúmsloftið“ í Bandarikjunum, sem kalda stríðið og vitstola æði Mac-Carthy-ismans skóp. í allri þeirri hörðu baráttu, sem háð hefur verið í Bandaríkjun- um alla þessa öld fyrir frelsi og mannréttindum, fyrir samtökum og hagsmunum vinnandi stéttanna, hefur Elisabet'h Flynn komið við sögu. Lengi var hún í þeim hluta verkalýðshreyfingarinnar, sem fylgdi syndikalistum og anarkistum, en var alltaf sósíalisti og 1937 gekk hún í Kommúnistaflokk Bandaríkjanna. Hún var kosin í flokksstjórnina 1938 og í framkvæmdanefnd hans 1939. Arið 1959 varð hún varaformaður flokksins og 1961 formaður hans eftir William Foster. 65 ára að aldri skrifaði hún sjálfsæfisögu sína, líklega í fang- elsinu. Heilir hún á ensku „I speak my own piece. Autobiograph of „The Rebel Girl“.“ Kom hún einnig út á þýzku hjá Dietz Verlag í Berlín 1958 undir nafninu „Das Rehellenmadchen“. Er það hin ágætasta bók, tæpar 500 síÖur, fróöleg öllum þeim, sem enn halda að Bandarikin séu fyrirmynd um lýðræði, en því miður les slíkt fólk sjaldan hækur, sem það heldur að geti breytt röngum skoðun- um þess. Elisabet'h Flynn segir í inngangi þessarrar sjálfsæfisögu sinnar: „Ekkert var amerísku verkalýðshreyfingunni fært á gulldiski. Öll þau réttindi og hagsbætur, sem hún hefur áunnið sér, á hún aöeins að þakka eigin átökuin og samheldni. Ég varð þeirrar gæfu að- njótandi að taka þátt í margri þessarri haráttu fyrrum við hlið hetja úr verkalýðsstétt, karla og kvenna, einkum úr v.instri hreyf- ingunni, sem skópu sögu verkalýðshreyfingarinnar á þeim árum. Þær hetjur mega ekki gleymast.“ — Og hún varðveitir nöfn þeirra og hetjudáðil' í bók sinni,

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.