Réttur


Réttur - 01.11.1964, Page 20

Réttur - 01.11.1964, Page 20
212 RETTUB Saga þjóðfélags Bandaríkjanna á 20. öld er svört, — saga kúg- unar, ofsókna, dómsmorða, — saga stríðsgróða, kjarnorkumorða og mannspillingar. En þegar bandarísk þjóð 20. aldar kemur fram fyrir dómstól sögunnar, mun hún sér til réttlætingar benda á að hún átti þrátt fyrir allt sonu og dætur, sem aldrei létu hugfallast og alltaf börðust fyrir hinum góða málstað, — og þá mun eitt af fyrstu nöfnunum, sem nefnd verða á eftir Eugene Debs,* verða nafn Elisabeth Gurley Flynn, sem enn var í anda „uppreisnarstúlkan“ af lífi og sál, þegar hún andaðist 74 ára að aklri. Barátta hennar og félaga hennar er enn ein sönnun þess, að bjartsýni Stephans G. var rétt, er hann orti forðum (1918) það kvæði, sem oft hefur verið til vitnað í Rétti og enn á við, þá Elisa- beth Flynn er kvödd hinztu kveðju: „Ef að virðist tvísýnt tíða afl: hvort lömbin sigri refinn, öll er myrkvast efa og kvíða Ameríka — Debs skal kveða inn í tímann vilja og von — enn er sú ei yfirgefin, er á skálmöld hróka og peða á svo hugum-háan son.“ Bandarísk þjóð hefur eigi aðeins átt hugum-háa syni, er huðu kúgun auðhringanna byrginn. Hún átti og hugum-háar dætur, er gerðu slíkt. *) Réttnr minntist Eugene Debs á 100 ára afmæli bans 1955 (39. árg. bls. 63—67) og var jiá einnig prentað kvteði Stepbans G. um liann.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.