Réttur


Réttur - 01.11.1964, Qupperneq 26

Réttur - 01.11.1964, Qupperneq 26
218 R É T T U R einfaldlega flokkshollur kommúnisti, „einn af mörgum“, eins og hann var sjálfur vanur að segja. Það sem ég dáð.ist mest að og mat mest í fari Julians, var holl- usta hans við flokksstarfið, og alveg sérstaklega lítillæti hans. Hann var mikill starfsmaður. Stundum gekk hann of nærri sér, að mér fannst. Hann gerði kröfur til félaga sinna, en fyrst og fremst til sjálfs sín. Hann var vanur að segja, að framlag hvers félaga tii flokksstarfs- ins færi eftir pólitískum þroska hans, og ef vel gengi, væri það vottur þess, að hver hefði gert sitt. Ef svo bar til, að við skildum ekki hið pólitíska ástand eða það, hvað eitthvert verkefni væri að- kallandi, var hann þolinmóður að útskýra fyrir okkur, hvers vegna tafarlausar aðgerðir væru nauðsynlegar. En hann missti aldrei stjórn á skapsmunum sínum, hann var aldrei hranalegur. I þessu eins og svo mörgu öðru kom fram skilningur hans á öðrum mönnum. Julian har v.inarþel til félaga sinna og reyndar til allra. En hann var ekki fjasgefinn. En væri hann áhyggjufullur eða æstur, mátti óðar sjá það á honum. A hinum mörgu árum leynistarfsins, á mót- gangstímum, þegar flokksfélagar voru handteknir og settir í fangelsi, mátti alltaf lesa í svip hans, hvernig honurn var innanbrjósts. En hann gerði sér far um að leyna tilfinningum sínum til þess að setja ekki aðra félaga úr jafnvægi. Hann var vel lesinn, ekki aðeins í marxisma. Hann hafði unun af fögrum bókmenntum, sérstaklega sígildum bókmenntum spænsk- um. En hann miklaðist aldrei af menntun sinni. Og hann gat ekki þolað smjaður. 1 öll þau ár, sem ég þekkti hann, vissi ég hann aldrei slá nokkrum gullhamra. Við gengum í hjónaband árið 1951. Við vissum fyr.ir fram, að sambúð okkar mundi mótast af þrautum leynistarfseminnar, að við gætum ekki látið okkur dreyma um varanlegt heimili. En hvað annað gat komið til greina fyrir okkur en að halda áfram að gera skyldu okkar sem kommúnistar í því skyni að láta þann dag nálg- ast, þegar við gætum snúið heim til Spánar? Því að það er ljúf- asti draumur allra landflótta Spánverja, alls okkar fólks. Við lif- um fyrir þann dag, er við getum snúið heim til þess Spánar, þar sem ríkir frelsi og lýðræði. Hjúskapur okkar var hamingjusamur í fyllstu merkingu þess orðs. Sumum kann að þykja það ótrúlegt, því að hvernig geta ung hjón verið hamingjusöm án heimilis og oft tilneydd að lifa aðskil- in? Eigi að síður vorum við hamingjusöm. Og enn hamingjusam- ari urðum við, þegar börnin komu til sögunnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.