Réttur


Réttur - 01.11.1964, Síða 27

Réttur - 01.11.1964, Síða 27
R É T T U R 219 Julian dekraöi við dætur sínar. Þegar hann var heima og ekki í önnum, lék hann v.ið þær. Það voru ógleymanlegar stundir. Þegar hann var fjarverandi, skrifaði hann þeim löng bréf, og þegar þær kvörtuðu undan því, hvað hann væri mikið að heiman, var hann vanur að svara: „Takið ykkur það létt, elskurnar, þetta lagast allt saman. Það skuluð þið sjá. Og þá þurfum við ekki að vera svona lengi aðskilin. Þið megið trúa mér, fjarveran tekur meira á mig en ykkur. Eg er þó aleinn, en þið liafið mömmu ykkar.“ Aðeins tveim dögum áður en hann var handtekinn, skrifaði hann: „Mér líður vel. Það gengur betur núna, enda þótt enn sé mikið að gera — og þess vegna get ég kannske dvalið nokkra daga heima, ef ekkert kemur fyrir. Við skulum vona, að aðstæðurnar leyfi, að orðið geti af „heimsókn“ minni í þetta skipti.“ Þegar hann féll í hendur leynilögreglunnar, óttað.ist ég mest, að að hann mundi kannske ekki hafa þrek til að standast pyntingarnar. Og þær byrjuðu jafnskjótt og liann var handtekinn og fluttur í höfuðstöðvar öryggislögreglunnar. Þeir fóru með hann ofan í loftlausan kjallara, fengu honum blað og skipuðu honum að rita yfirlýsingu. Julian skrifaði: „Hér með lýsi ég yfir því, að ég er meðlimur í miðstjórn Kommúnistaflokks Spánar og er kominn til Madrid vegna starfa minna sem kommúnisti.“ „Er þetta allt og sumt?“ spurðu þeir. „Já,“ anzaði hann. Þeir k.völdu hann í tvo tíma, skipLust á um að misþyrma honum og hót-

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.