Réttur


Réttur - 01.11.1964, Page 33

Réttur - 01.11.1964, Page 33
R E T T U R hráefni handa fólkinu að móta úr nytsöm tæki 225 dagarnir eru að koma senn mun veldi þeirra hefjast á jörðinni á rústum hins brunna skipulags mun nýr heimur rísa 6. ég er hlustandinn mikli ég heyri greinarnar bresta og fótatak milljóna hljómar i eyrum minum sem nýr og voldugur saungur fótatak þeirra sem rétta bök sín á ökrunum og halda til borganna með eld í augum ég heyri raddir hvisla i leynum hin bannfærðu orð er senn verða hrópuð á torgum ég heyri greinarnar brcsta ég les hugsanir fólksins 7. hugur minn logar allur sem eldur væri innvortis finnst mér hnífar skera mig sundur ég fæ ekki sagt þá sáru þjáning til hlítar sundraður heimur er lif mitt ég get ekki framar greint þina rödd frá röddum þjakaðra barna rautt er blóðið sem streymir um fángelsisgarðinn rautt er blóðið sem rcnnur um akra og skóga rauður sá dreyri er götur borganna litar i húmi kvöldsins er glcðisalirnir glitra af gulli og eðalsteinum er drottnarar lýðsins halda þar veizlur að vegsama morð sín og kúgun ég veit hvað þar gerist hjarta mitt titrcr og skclfur

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.