Réttur


Réttur - 01.11.1964, Qupperneq 45

Réttur - 01.11.1964, Qupperneq 45
R E T T U R 237 í þéttari fylkingu, sem væri ekki aðeins einhuga um sameiginlegt álit á afstöðu þeirra, helclur sameinuð um dýpri skilning á sameigin- legum viðfangsefnum allrar hreyfingarinnar og um leið þeim sem hver einstakur þáttur hennar hefur við að glíma. En auk þess er rétt að gæta að því, að þegar viðfangsefni hinna ýmsu þátta hreyfingar- innar og pólitísk stefnumið hefðu verið skilgreind, hefði verið hægt að komast hjá að halda alþjóðaráðstefnu, sem annars kynni að hafa virzt nauðsynleg til að forðast formlegan klofning. Annar háttur hefur verið hafður á og afleiðingarnar eru að mínu áliti ekki góðar. Nokkrir (og jafnvel margir) flokkar væntu þess að ráðstefnan yrði haldin alveg á næsta leiti í því skyni að kveða upp tvímælalausan og hátíðlegan áfellisdóm, sem allri hreyfingunni bæri að beygja sig fyrir. Biðin kann einnig að hafa gert þá tvíráða. En á meðan hafa Kínverjar magnað árás sína og um leið við- leitni sína til að koma upp litlum klofningshópum og þeim hefur tekizt að fá á sitt band einstaka flokk. Árás þeirra hefur yfirleitt verið svarað með hugmyndafræðilegum og áróðurslegum rökdeil- um, en ekki með breytingu á stefnu okkar, samhæfðri baráttunni gegn hinum kínversku sjónarmiðum. Nokkur verk hafa verið unnin af Sovétríkjunum sem miða í þá átt sem síðar var nefnd (undirritun Moskvusáttmálans gegn kjarn- orkusprengingum, ferðalag félaga Krústjoffs til Egyptalands o. s. frv.) og þau hafa verið mikilvægir ávinningar gagnvart Kínverjum. En kommúnistahreyfingu annarra landa hefur ekki orðið neitt ágengt af þessu tagi. Ég get nefnt til frekari skýringar hve mikilvægt liefði til dæmis verið að halda alþjóðaráðstefnu, sem nokkrir komm- únistaflokkar vesturlanda hefðu boðað til, en með almennri þátt- löku frá lýðræðislöndum „þriðja heimsins" og framfaraöflum þeirra, í því skyni að leggja á ráðin um raunhæfa samvinnu og aðstoð við þessi öfl. Þannig hefði Kínverjum verið svarað í verki, en ekki aðeins með orðum. í þessu sambandi þykir mér athyglisverð reynsla okkar flokks. Við höfum í flokknum og útjörðum hans nokkra félaga og fylgjend- ur sem hallast að skoðunum Kínverja og halda uppi vörnum fyr.ir þá. Við höfum orðið að víkja einstaka félaga úr flokknum sem gerzt hafði sekur um klofningsstarfsemi og brotið gegn flokksaganum. En meginstefnan hefur verið sú að halda uppi stöðugum umræðum í öllum deildum flokksins um öll þau atriði sem ágreiningur er um við Kínverja. Beztur árangur hefur jafnan fengizt, þegar v.ið höf- um látið hin almennu atriði liggja milli hluta (eðli heimsvaldastefn- unnar og ríkisvaldsins, hreyfiöfl byltingarinnar o. s. frv.) en höfum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.