Réttur


Réttur - 01.11.1964, Side 48

Réttur - 01.11.1964, Side 48
240 R É T T U R í lýsingum á verklýðshreyfingu og kommúnistaflokkum vesturlanda. Enda þótt miðað hafi fram á við hér og þar í þessum hluta heims, er afl okkar og styrkur þar enn í dag hvergi nærri nóg til að ráða við þau v.iðfangsefni sem okkar bíða. Að undanskildum nokkrum flokkum (í Frakklandi, á Ítalíu, Spáni o. s. frv.) hefur kommúnist- um enn ekki tekizt að framkvæma neinar raunhæfar pólitískar að- gerðir, sem tengi þá traustari böndum við hinn vinnandi fjölda, starf þeirra er takmarkað við fræðslu og áróður og þeir hafa ekki látið að ráði til sín taka í stjórnmálalífi landa sinna. Það verður með öllu móti að binda enda á þetta skeið, svo að kommúnistar losni úr einangruninni, taki virkan og samfelldan þátt í stjórnmálum og félagslegri baráttu landa sinna, fái pólitískt frumkvæði í sínar hend- ur og verði raunverulegar fjöldahreyfingar. Það er einnig af þessar.i ástæðu að við höfum jafnan verið og erum enn mjög vantrúaðir á gagnsemi alþjóðaráðstefnu, enda þótt við höfum ævinlega talið sjónarmið Kínverja röng og hættuleg, ef slík ráðstefna væri eingöngu eða aðallega haldin til að fordæma þessi sjónarmið eða berjast gegn þeim, og það einmitt vegna þess að við höfum óttazt og óttumst enn að á þennan hátt verði kommún- istaflokkar auðvaldslandanna hraktir í öfuga átt við þá sem við teljum nauðsynlega, svo að þeir lamist af innbyrðis deilum, sem eru í eðli sínu einvörðungu hugmyndafræðilegar, fjarri öllum raun- veruleika. Hættan yrði sérlega mikil ef afleiðingin yrði yfirlýstur klofningur hreyfingarinnar með myndun alþjóðlegrar miðstöðvar í Kína, sem myndi stofna sínar „deildir“ í öllum löndum. Allir flokk- arnir og þó einkum þeir sem veikastir eru myndu verða að eyða miklum hluta starfs síns í deilur og baráttu gegn þessum svonefndu „deildum“ í nýju „Alþjóðasambandi“. Þetta myndi draga úr bar- áttukjarki fjöldans og torvelda mjög alla framþróun hreyfingar okkar. Það er rétt, að klofningstilrauna Kínverja gætir þegar mjög í nærr.i öllum löndum, en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir að fjöldi þessara tilrauna hafi í för með sér eðlisbreytingu, að meg- ind verði að eigind, þ. e. að klofningurinn verði alger. Hinar hlutlægu aðstæður eru okkur mjög hagkvæmar, bæði innan verklýðsstéttarinnar, meðal hins vinnandi fjölda og í þjóðfélagslíf- ■inu almennt. En það verður að gera sér grein fyrir þessum aðstæð- um og kunna að notfæra sér þær. Til þess verða kommúnistar að hafa pólitíska dirfsku, sigrast á hvers konar kreddutrú, takast á við og leysa ný vandamál með nýjum hætti. Það verður að beita starfs- aðferðum sem eru í samræmi við pólitískt og félagslegt umhverfi þar sem eiga sér stað stöðugar og skjótar breytingar.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.