Réttur


Réttur - 01.11.1964, Page 49

Réttur - 01.11.1964, Page 49
PETTOR 241 Ég nefni hér í mjög stuttu máli nokkur dæmi: Borgarastéttin á við ákaflega erf.ið efnahagsvandamál að glíma. 1 ríkiskapítalisma auðhringavaldsins koma stöðugt upp ný vanda- mál, sem valdastéttirnar geta ekki lengur leyst með gamalreyndum aðferðum. í stóru löndunum er hér einkum um að ræða vandamál heildarstjórnar á þjóðarbúskapnum, sem leitazt er við að leysa með áætlunargerð að ofan, í þágu auðhringanna og fyrir tilstyrk ríkis- valdsins. Þetta mál er á dagskrá alls staðar á vesturlöndum, og það er jafnvel þegar farið að tala um alþjóðlega áætlunargerð og stofn- anir Efnahagsbandalagsins vinna að undirbúningi hennar. Það er augljóst að verklýðshreyfingin og önnur lýðræðissamtök hljóta að láta þetta mál til sín taka. Við verðum einnig að berjast á þessum vettvangi. Til þess þarf að samræma kjarabótakröfur verkalýðsins og tillögur hans um endurbætur á efnahagskerfinu (þjóðnýtingu, nýskipan í landbúnaði o. s. frv.) í almennri áætlun um efnahags- þróunina sem beint vær.i gegn áætlunargerðum auðvaldsins. Slík áætlun myndi vissulega ekki vera sósíalistísk, þar sem aðstæður væru ekki fyrir hendi, heldur væri hér um að ræða nýtt form bar- áttunnar, nýja baráttuaðferð á leiðinni til sósíalismans. Það eru í dag náin tengsl milli þess hvort hægt verður að fara þá leið með fr.iðsamlegu móti og hins hvort tekst að leysa þetta vandamál. Póli- tískt frumkvæði í þessa átt getur auðveldað okkur að vinna okkur nýtt og mikið fylgi í öllum þeim þjóðfélagshópum sem enn hafa ekki gengið til liðs við sósíalismann, en leita nýrra leiða. Baráttan fyrir lýðræðinu fær við þessar aðstæður nýtt innihald, áþreifanlegra, í nánari tengslum við raunveruleika efnahagslífsins. Samfara áætlunargerð auðvaldsins eru nefnilega alltaf andlýðræðis- legar og einræðiskenndar tilhneigingar og þeim verður að mæta með kröfum um að beitt sé lýðræðisaðferðum einnig við stjórn atvinnulífsins. Eftir því sem áætlunargerð og heildarstjórn auðvaldsins á at- vinnulífinu færist í vöxt versnar aðstaða verklýðsfélaganna. Veru- legur þáttur í heildarstjórninni er nefnilega hin svonefnda „tekju- pólitík“, sem felur í sér margþættar aðgerðir í því skyni að hindra frjálsa kaupgjaldsbaráttu; kaupgjaldinu er haldið í skefjum með eftirliti að ofan og bannaðar allar kauphækkanir sem fara fram úr vissu marki. Þetta er pólitík sem er dæmd til að mistakast (í þvi sambandi er athyglisvert dæmið frá Hollandi), en því aðeins mis- tekst hún að verklýðsfélögin kunni að haga baráttu sinni af ein- beittni og klókindum og tengi kjarabótakröfur sínar kröfunni um

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.