Réttur


Réttur - 01.11.1964, Síða 51

Réttur - 01.11.1964, Síða 51
R E T T U R 243 fjandmenn okkar eða leiguþý fjandmanna okkar. Það er hinn gagn- kvæmi skilningur, áunninn í stöðugum rökræðum, sem veitir okkur virðingu og áhrifavald, og gefur okkur um leið tækifæri til að fletta ofan af okkar raunverulegu fjandmönnum, falsspámönnunum, upp- skafningunum í listinni og öðrum af því sauðahúsi. A þessu sviði gæti okkur borizt mikil hjálp, en hefur ekki alltaf borizt, frá þeim löndum þar sem við stjórnum þegar öllu þjóðfélagslífinu. Og ég læt liggja á milli hluta, til að lengja ekki mál mitt um of, mörg önnur atriði, sem hefði mátt nefna. Þegar við hugleiðum og ákveðum stefnu okkar í heild, höfum við að leiðarhnoða, og höfum ævinlega talið að við ættum að hafa nið- urstöður 20. þingsins. En í dag þarf að fjalla að nýju einnig um þessar niðurstöður og draga af þeim nýjar ályktanir. Til dæmis má nefna að frekari athugun á kenningunni um að hægt sé að fara frið- samlega leið til sósíalismans knýr okkur til að skilgreina nánar, hvað við eigum við með lýðræði í borgaralegu þjóðfélagi, hvernig færa megi út kvíar frjálsræðisins og lýðræðisstofnananna og hvernig sé heppilegast að haga aðild hins vinnandi fjölda að efnahags- og stjórnmálalífinu. Þarna kemur upp spurningin um hvort verklýðs- stéttin getur tekið völdin í þjóðfélagi, sem hefur ekki breytt um borgaralegt eðli sitt og þá hvort hægt sé að breyta smám saman því eðli með baráttu innanfrá. í löndum þar sem kommún.ista- hreyfingin er orðin öflug, eins og hjá okkur (eða í Frakklandi), er þetta mál málanna í allri hinni pólitísku baráttu. Af því leiðir auðvitað aukna róttækni þessarar baráttu og undir henni mun svo aftur komin vígstaða okkar síðar. Alþjóðaráðstefna getur vafalaust greitt fyrir lausn þessara vanda- mála, en það er þó fyrst og fremst verkefni hvers einstaks flokks að kryfja þau til mergjar og leysa þau. Það er jafnvel ástæða til að óttast að lausn þeirra væri torvelduð með samþykkt algildra leiðarvísa. Það er mín skoðun að á núverandi þróunarskeiði sög- unnar, sem í meginatriðum markast af framsókn og sigri sósíalism- ans í öllum heiminum, verði í nánustu framtíð bæði form og ytri aðstæður þessarar framsóknar með allt öðrum hætti en verið hefur áður. Samtímis er mikill munur á aðstæðum í hverju landi. Þess vegna verður hver flokkur að kunna að ráða ferðinni sjálfur. Sjálf- ræði flokkanna, sem við styðjum eindregið, er ekki aðeins innri nauðsyn hreyfingar okkar við núverandi aðstæður. Við værum því andvígir hverskonar tillögum um að setja á stofn ný alþjóðasamtök undir einni miðstjórn. Við erum traustir stuðningsmenn einingar- jnnar í hreyfingu okkar og hinni alþjóðlegu verklýðshreyfingu,

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.