Réttur


Réttur - 01.11.1964, Side 53

Réttur - 01.11.1964, Side 53
K E T T U R 245 í - ^ - ■ W!'- ~r Vandamól landa sósíalismans Eg held að óhætt sé að fullyrða að ofsafengin og smánarleg her- ferð Kínverja og Albana á hendur Sovétríkjunum, Kommún.ista- flokki Sovétríkjanna, og þá einkum félaga Krústjoff, hafi ekki feng- ið slíkan hljómgrunn meðal alþýðu manna að ástæða sé til að gera mikið veður út af henni, enda þótt hinn borgaralegi áróður hafi notfært sér hana út í æsar. Virðing og áhrifavald Sovétríkjanna er tnn geysilegt meðal alþýðunnar. Hinar fáránlegu ásakanir Kínverja (endurreisn hurgeisanna í Sovétríkjunum o. s. frv.) eru alger vind- högg. En það vefst liins vegar fyrir mönnum hvernig á því stóð að sovézku tækifræðingarnir voru kvadd.ir heiin frá Kína. Það sem menn velta mjög fyrir sér, allur almenningur og einnig (a. m. k. í okkar landi) ekki óverulegur hópur kommúnista, er sjálf sú staðreynd að kominn er upp slíkur heiftarlegur ágreiningur milli tveggja landa, sem bæði komu á sósíalisma eftir sigur í tveimur miklum byltingum. Þessi staðreynd vekur til umhugsunar um sjálf grundvallaratriði sósíalismans og við verðum að leggja okkur alla fram til að skýra, hverjar eru þær sögulegu, pólitísku, flokkslegu og persónulegu ástæður, sem liggja til ágreiningsins og deilnanna. Hér mætti nefna að á Ítalíu eru stór héruð, sem byggð eru fátækum bændum og þar var kínverska byltingin orðin einkar vinsæl vegna þess að hún var bændabylting. Af þessari ástæðu varð flokkurinn að Laka lil ineðferðar sjónarmið Kinverja, gagnrýna þau og hafna þeim, einnig fyrir opnum dyrum. Hins vegar liefur enginn virl Albana viðtals, enda þótl á Suður-Ílalíu búi þjóðarbrot af albönskuin stofni. Auk ágreiningsins við Kínverja eru önnur vandamál liins sósíal- istíska heims, sem við vilduin að veitl væri athygli. Það er ekki rétt að ræða um sósíalistísku löndin (og þetla á einnig v.ið um Sovétríkin) eins og þar gangi ævintýralega allt að óskum. Þetla er t. d. galli þess kafla ályktunarinnar frá 1960 þar sem fjall- að er um þessi lönd. Það koma nefnilega stöðugt upp í öllum sósíal- istísku löndunum erfiðleikar, andstæður, ný vandamál, sem verður að lýsa undanbragðalaust. Enn verra er að láta sem allt gangi að óskum, þegar við stöndum svo alll í einu fraimni fyrir þeirri nauð- syn að þurfa að lala um erfiðleika og gefa skýringu á þeim. En hér er ekki aðeins um einslök atriði eða mál að ræða. Þekking manna á vesturlöndum á öllum þeim margvíslegu vandamálum, sem snerta efnahagslega uppbyggingu sósíalismans er öll í mol- um og oft æði frumslæð. Það skorlir þekkingu á breytilegum að- stæðum í hinum ýmsu löndum, á mismunandi áætlunaraðferðum

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.