Réttur


Réttur - 01.11.1964, Page 57

Réttur - 01.11.1964, Page 57
R É T T U R 249 Republikanaflokknum hefur á einu augnabliki veriS umhverft. Flokkur Abrahams Lincolns er öld eftir morS hans orSinn flokkur negrahatara og andstæSingur hins sterka heildarríkisvalds. Repu- blikanaflokkurinn var í upphafi flokkur rísandi auSmannastéttar NorSurríkjanna gegn Demokrataflokknum, flokki jarSeignaaSals íuSurríkjanna. Nú er Republikanaflokkurinn gerSur aS flokki afturhaldssamasta hluta auSvaldsins, olíu- og hergagnaframleiSend- anna, sem mega ekki hugsa til þess aS dregiS verSi úr stríSsundir- búningi, hergagnaframleiSslu og — ofsagróðanum á henni. AuSvald Republikanaflokksins er taliS ráSa 90% af blöSum Eandaríkjanna. í öllum þorra smærri borga er aSeins eitt blaS. SkoSanir fjöldans eru framleiddar á færibandi þessarar keyptu auS- valdspressu. Raunverulegt prentfrelsi er ekki til. PrentfrelsiS er á pappírnum fyrir alla, í rauninni er þaS einokun peninganna, pen- ingaauSvaldsins, sem gefur út blöSin, til aS móta hugsanir fólksins. HiS borgaralega lýSræSi getur, — ef peningaauSvaldinu helzt uppi aS gagnsýra þaS —, á skammri stundu umhverfst í fasisma. „Fyrst þarf ormurinn útúr skel, og afskræmi tímans sjást svo vel, aS rang- hverfan öll snúi út“, — kvaS Henrik Ibsen fyrir 100 árum um morSiS á Abraham Lincoln. Nú var hann myrtur í annaS sinn, — í San Fransisco á flokksþingi Republikana. HiS bandaríska tímarit Monthly Review skilgreinir eSli Gold- water-stefnunnar og skyldleika hennar viS fasismann í september- hefti sínu. Telur tímaritiS fasismann, eins og hann birtist á sínum tíma í Italíu og Þýzkalandi, hafa eftirfarandi séreinkenni: I fyrsta lagi: Hugmyndakerfi hans er lengst til hægri í stjórnmála- kerfinu. I öðru lagi: Hann rís upp úr umhverfi borgaralegs lýðræðis. 1 þriðja lagi: BaráttuaðferSir hans eru sambland kosninga og ofbeldis. 1 fjórða lagi: Mikið af fylgi hans kemur frá fólki, sem finnst það utangarðs við hið drottnandi valdakerfi í efnahags- og stjórn- málum. Og í fimmta og síðasta lagi: Tilgangur hans er ekki aðeins að ná ríkisvaldinu, heldur og að brjóta niður vinstri hreyfinguna, sem var álitin alvarleg hætta fyrir ríkjandi þjóðfélag. Ritstjórar timaritsins segja síðan að fasisminn sé sérstök mynd, sem gagnbylting taki á sig í borgaralegu lýðræði. Vitna þeir síðan í James Reston, sem segir í New York Times 19. júlí: „Goldwater- hreyfingin er ekki venjuleg pólitísk áróðursherferð Republikana- flokksins, heldur gagnbylting, — og Goldwater er af brennheitum

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.