Réttur


Réttur - 01.11.1964, Page 63

Réttur - 01.11.1964, Page 63
R E T T U R 255 borg, um bók A. J. Solshenizyn: „Einn dagur úr lífi Ivan Denissovitsch“ og er það löng grein, pólitískt og bók- menntalegt mat á þeirri bók. Andrcw Rottstein ritar grein um Marxhúsið í London, sem er í Clerk- enwell Green. Það er sögð mjög merkileg saga þess húss, útgáfustarf- seminnar í því og félagsstarfseminnar, sem þar hefur verið háð. I þeim hluta tímaritsins, sem helg- aður er þeim, er ofsóttir eru í lönd- um afturhalds og fasisma, er fyrst grein, er heitir: „Frelsi fyrir hetjur Suður-Afríku." Þá er sagt frá „æðis- gengnum ofsóknum afturhaldsins í Guatemala." Að lokum er gefin lýs- ing á ógnarstjórn Senghors í Senegal, en þar voru um 200 manns drepnir í síðustu þingkosningum, fjöldi fólks handtekið og ágætir forystumenn alþýðu pyntaðir til bana í dýflissum stjórnarinnar. Að lokum er ýtarleg bókafrétt um þær marxistisku bókmenntir, er rit- aðar hafa verið um fyrsta alþjóða- sambandið, og um útgáfur á fundar- gerðum þess og öðrum plöggum og heimildum. WORLD MARXIST REVIEW. 10. hefti 1964. Prag. í 10. hefti World Marxist Review eru þessar greinar: Dolores Ibarurri, þekkt einnig und- ir nafninu Passionaria, formaður hins söguríka hetjuflokks spánskrar al- þýðu, Kommúnistaflokks Spánar, rit- ar greinina: „Efling einingar alþjóða- hreyfingar kommúnista.“ Rodney Arismendi, aðalritari Kommúnistaflokks Uruguay, ritar grein um „ýmsa þætti byltingarþró- unarinnar í Suður-Ameríku. Hann gefur þar gott yfirlit yfir þá hörðu baráttu, er alþýða Mið- og Suður- Ameríku hefur háð síðustu árin: Harðvítug fjöldabarátta í Chile, við Panamaskurð flýtur hlóð frelsissinn- aðra stúdenta, í dominikanska lýð- veldinu er hafin vopnuð frelsisbarátta fólksins, í Venezuela er vopnuð upp- reisn og margþætt valdabarátta al- þýðunnar í gangi, skæruliðar í Guate- mala sýna í verki að afturhaldið getur ekki unnið á þeim, verkalýður Argen- tínu tekur verksmiðjur og vinnustöðv- tir á sitt vald, verkföllin í Uruguay taka á sig pólitíska mynd, — og í öllum iöndunum harðnar stéttabar- áttan. Möguleikar byltingarhreyfing- arinnar eru undir því komnir að finna réttar leiðir og aðferðir handa þeirri hyltingu, er um sig býr í fólks- fjöldanum. Ranglætið er himinhróp- andi: 50% íbúanna notar aðeins 2% allra binna framleiddu vara, en 5% íbúanna nota 30% þeirra! Carlos Lopez, einn af leiðtogum Kommúnistaflokks Venezuela ritar greinina: „Kommúnistaflokkur Vene- zuela og núverandi ástand í landinu". En þar í landi er nú hin vopnaða barátta alþýðunnar gegn leppstjórn ameríska olíuauðvaldsins orðið það höfuðform, sem frelsisharátta þjóðar- innar birtist í. Ib Nörlund, einn af leiðtogum danska Kommúnistaflokksins, ritar grcin um Danmörk og aðferðina lil að yfirvinna kalda stríðið. Gunnar Ohtnan ritar grein um „hlutleysispólitík Svíþjóðar.“ Horacio F. Inguanzo, meðlimur í miðstjórn Kommúnistaflokks Spánar rilar um ])á mikhi og margbrotnu bar-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.