Réttur - 01.01.1965, Síða 4
4
R É T T U R
tækja, er vinna fyrir innlendan markað, og skynsamlega
verkaskiptingu. Allt útheimtir þetta áætlunarstjórn á þjóð-
arbúskapnum. Og aflið bak við slíka stefnu er fyrst og
fremst verkalýðs- og starfsmannahreyfingin.
2. Ein af höfuðkröfum verkalýðs- og starfsmannahreyf-
ingarinnar er gerbreytt stefna í húsnæðismálum, enda er
það eitt mesta hagsmunamál allra launþega að tryggja sér
löng lán til íbúða (60—80 ár) og lága vexti, 2—4%. Og
margt myndi auðveldlegar horfa í samningum, ef slíkt yrði
framkvæmt. — Vitanlega er Island nógu ríkt orðið til þess
að framkvæma slíkar lánveitingar, eins og önnur Norður-
lönd gera. En það sem ýmsir ráðamenn óttast, er: að ef
léttur yrði á launþegum hinn gífurlegi þungi skjótra af-
borgana og hárra vaxta af íbúðarlánum, þá mvndi auk-
in kaupgeta fólks leita á aukinn innflutning, er krefst er-
lends gjaldeyris, og trufla þannig verzlunarjöfnuðinn. Ef
hætta væri á slíkum afleiðingum í ríkari mæli en útflutn-
ingsaukning þyldi, þyrfti að setja utanríkisverzlunina und-
ir það öfluga yfirstjórn ríkisins, að jafnvægi verði tryggt.
Þar af leiddi hins vegar að takmarka yrði „verzlunarfrels-
ið“ svonefnda, það er: draga úr því að allur þjóðarbúskap-
urinn sé rekinn með hagsmuni og yfirráð verzlunarauð-
valdsins eins að takmarki.
Með öðrum orðum: Hvar sem tekið er á vandamálum ís-
lenzks þjóðarbúskapar í dag, þá reka menn sig á að undir-
rót ófarnaðarins er yfirdrottnun verzlunarauðvaldsins. Yf-
irráð þess elsta og úreltasta þáttar íslenzks auðvalds eru
orðin fjötur á þróun þjóðarbúskaparins. Allar ráðstafanir
til framfara í atvinnulífinu og bættra lífskjara alþýðu,
hlióta því m. a. að beinast að því að brjóta af þióðinni þann
fjötur og það er fyrst og fremst hhitverk verkalýðshreyf-
ingarinnar að sameinast um að gera það.