Réttur


Réttur - 01.01.1965, Side 10

Réttur - 01.01.1965, Side 10
10 R É T T U ll löngurn tíma, til dæmis íramræslu stórra, samfelldra svæða og uppgræöslu. Vafalaust er skilningur að aukast á því, að til þess að tryggja lífvænlega þróun í sveitum, þarf bændastéttin að stjórna þróun mála sinna vitandi vits með ákveðna framtíðarleið í huga. Með áætlunarbúskap sem einhuga stéttasamtök stæðu að, yrði þetta til- tölulega auðvell. Fyrstu skrefin í samvinnuátt yrðu senn.ilega sain- vinnufjós, ef til vill með einhverri samfærslu byggðar. Ný lagasetn- ing ætti að fela í sér stuðning við nýja samfélagshætti í sveitum. jafnvel beinn styrkur myndi skila sér aftur í rekstrarhagkvæmni félagsbúa. Það skal þó undirstrikað, að þessum málum verður ekki ráð.ið með löggjöf einni saman. Frumkvæðið verður að vera í höndum bændanna sjálfra. Meðvituð þróun landbúnaðar verður að vera þeirra verk. Núverandi rekstrarform er langt frá því að tryggja framtíðar- þróun íslenzkt landbúnaðar. Nýsköpun hans með samvinnusniði ætti því að vera efst á verkefnaskrá næstu ára og áratuga. Aætlun- arbúskapur er nauðsyn öllu íslenzku atvinnulífi, ef við viljum halda velli í samkeppni og sækja fram. Þar verður landbúnaður að vera ineð í för. Samtök, samslaða, félagsleg uppbygging með þarfir og l>roska allra fyrir augum, þetla er lykillinn að gullkistu íslenzkrar jramtíðar.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.