Réttur


Réttur - 01.01.1965, Side 14

Réttur - 01.01.1965, Side 14
14 R É T T U R í þágu þrælaeigenda, sem hinnar æðri og „menntaðri“ stéttir reyndu að stofna til af miklum áhuga. Víðast hvar í Evrópu greiddi hann sinn blóðtoll í þágu hins góða málstaðar. Verkalýðurinn — hin raunverulega uppistaða pólitíska valds- ins í Norðurríkjunum — gat ekki áunnið sér hið sanna frelsi vinn- unnar eða stutt bræður sína í Evrópu í frelsisbaráttu þeirra meðan hann lét viðgangast að þrælaeigendur flekkuðu lýðveldi þeirra — meðan hann vegsamaði sem æðstu réttindi hvíta verkamannsins, að hann gæti selt sjálfan sig og valið sér húsbónda, og væri ekki sem negrinn, er á sér húshónda og er sehlur á móti vilja sínum. Hið rauða fljót borgarastríðsins hefur skolað á burt þessarri hindrun á vegi famfara. Sjálfstæðisbarátta Bandaríkjanna var upphaf nýs valdaskeiðs millistéttanna, og verkalýður Evrópu er sannfærður um, að eins muni stríðið gegn þrælahaldinu boða nýtt valdatímahil verkalýðs- ins. Verkalýðsstéttin skoðar það sem tákn hins nýja tíma, að Abra- ham Lincoln — þessi viljasterki og stálherti sonur verkalýðsstétt- arinrrar — skuli hafa hlotið það hlutskipti að leiða föðurland sitt í einstæðri baráttu fyrir frelsi kúgaðs kynþáttar, og koma í fram- kvæmd þjóðfélagsumbreytingum. Undirritað í nafni Alþjóðasambands verkalýðsins af m.iðráðinu: (56 nöfn). Til Andrew Johnsons, forseta Bandaríkjanna. Herra, hinn illi djöfull þeirrar „einkennilegu tilhögunar,“* ** sem Suður- ríkjamenn hófu vopnaða uppreist til að halda við lýði, gat ekki unnt áhangendum sínum þess að þola heiðarlegan ósigur á vígvell- inum. Það, sem hófst með sv.ikum, hlaut óhjákvæmilega að enda í níðingsverki. Eins og stríð Filipps II. fyrir kaþólska rannsóknar- réttinn framleiddi Gérard,<!í;' þannig átti uppreist Jeffersons Davis til verndar þrælahaldinu sinn Booth.*** * „Einkennilega lilhögun“ kallaði varaforseti Suðiirríkjanna (Stephens) þrælaskipulagið í ræðu 1861. ** Philipp II. konungur Spánar 1556—1598. Géraard, ofstækisfullur kaþól- íki, myrti Wilhelm prins von Oranien, leiðtoga borgaralegrar hyltingar í Niðurlöndum á 16. öld. *** Jejjerson Davis (1808—1889) amerískur stjórnmálamaður í flokki demó- krata, einn af skipuleggjurum uppreisnar þrælaeigenda, forseti Suðurríkja- samhandsins 1861—1865. Hooth, amerískur leikari, myrti Ahraham Lincoln.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.