Réttur


Réttur - 01.01.1965, Síða 28

Réttur - 01.01.1965, Síða 28
TRYGGVl EMILSSON: Verkfall í atvinnuleysi [I 3. hefti síðasta árgangs Réttar skrifað'i Tryggvi Emilsson liina ágætu endurminningargrein sína, er lýsti sárri lífsbaráttu þurrabúðarfólks á Akureyri ■— og íslandi yfirleitt — í uppbafi þessarrar aldar. llann lauk þeirri grein með [iví að minna á Novu-verkfallið 1933. Nú hefur liann orðið við þeirri beiðni Réttar, að skrifa endurminningu og lýsingu á þeirri baráttu. Þessi grein lýsir vel þeim eldlmg, er gegnsýrði hið fátæka, at- vinnulausa verkafólk, í réttinda- og samtaka-baráttu þess. Novu- deilan var eitt sögulegasta dæmið um þá eldskírn, er bin rót- tæka verkalýðshreyfing, undir forustu Kommúnistafiokksins, hlaut á áratugnum eftir 1930. í þeim eldi hertist öll forusta flokksins, er leiddi verkalýð íslands fram til sigurs í átökunum miklu 1942, þegar íslenzk alþýða undir forustu Sósíalistaflokks- ins brauzt upp úr sárri fátækt, er þjakað hafði hana frá upp- hafi vega, og fram til þeirra bjargálna, er hún síðan hefur búið við. Sú kynslóð, er nú vex upp, þarf að kynna sér til hlítar for- sendur þess sigurs, er vannst, og þess lífs, er hún lifir, — um leið og hún stefnir hærra]. Það var í marzmánuði 1933. Snæviþakinn kaupstaðurinn v.ið botn Eyjafjarðar sýndist næst- um hvílast í faðmi vetrarins. Húsin stóðu í snjónum sem jókst dag frá degi og fólkið tróð slóðir milli húsanna. Skýin yfir Eyja- firðinum voru svo þung, að þau náðu aldrei að lyfta sér nenia í miðjar Itlíðar á Vaðlaheið.inni, en venjulega héngu þau yfir hús- unum, þar sem reykurinn lá í loftinu. Flesta þá daga, sem hús verkalýðsins við Strandgötuna á Akureyri var miðleili bæjarins ásamt með Torfunefs-bryggjunni vegna verk- 1

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.