Réttur - 01.01.1965, Side 45
RETTUR
45
sköpun almennings allt að því einokuð af auðmannastéttinni og á-
brifatækjum hennar: blöðum, útvarpi og sjónvarpi. Frentfrelsið hafa
peningarnir raunverulega, ekki mennirnir. Auglýsingar auðfélaga
eru þýðingarmeiri til prentfrelsis en mannréttindagrein stjórnar-
skárinnar. Það er staðreynd, að á Norðurlöndum og Bretlandi hef-
ur voldug verkalýðshreyfing, sem helmingur þjóðarinnar fylgir,
ekki aðstöðu til að gefa út fjöllesnustu dagblöð þjóðanna, -—■ getur
jafnvel engin dagblöð gefið út nema fá verkalýðsfélögin til að
greiða stórfé með þeim, — en nokkrir auðhringar gefa úl mann-
skemmandi og menningarspillandi dagblöð, sem eru stórgróðafyr-
irtæki um leið og þau véla almenning til pólitísks fylgis við úrell
auðhringavald. — Eða hugsum okkur eitt augnablik að það væri
Kommúnistaflokkur Bandaríkjanna, sem æLti „New York Times“,
Monthly Review gæfi út ,,Life“ og „Look“ og verkalýðssamtök
sósíalistisk og önnur, ættu hin stórhlöðin, en þeir Morgan, Rocke-
feller, Du Pont og Mellon gæfu út lítt útbreitt v.ikublað í New York
til að boða kapitalismann, -— og sjónvarp og útvarp allt væri í
höndum sósíalistiskrar verkalýðshreyfingar, — og skólar allir
kenndu sósíalisma í stað þess að innræta borgaralegan hugsunar-
hátt, sem nú, — hvernig halda menn að Bandaríkjamenn myndu
þá kjósa?!!
Auðvald og lýðræði eru andstæður. Og auðvaldið þolir þróun
lýðræðis .innan vébanda skipulags síns aðeins að ákveðnu marki:
Þegar að því marki er komið að lýðræðisöflin, — þ. e. verkalýðs-
hreyfingin og bandamenn hennar, — hafa brotið einokun auðvalds-
ms til skoðanamyndunar í svo ríkum mæli á bak aftur, að þau
séu að því komin að ná meirihluta, — þá gerist eitt af tvennu:
auðmannastéttin „slær taflið um koll,“ afnemur borgaralega lýð-
ræðið og kemur á fasisma (sbr. Ítalíu 1924, Þýzkaland 1933,
Spán 1936 o. s. frv.), — eða lýðræðisöflin afnema auðvaldsskijiu-
lagið með því að koma á efnahagslegu lýðræði, þ. e. að fólkið
eigi sjálft fyrirtækin og reki þau í sjálfs síns þágu með samvinnu
eða sameign, ef um nýtízku iðnaðarþjóðfélag er að ræða, — með
öðrum orðum sósíalisma, — og einstaklingsrekslur kemur þar
auðvitað líka til greina þar sem ekkert arðrán fylgir honum, m. ö.
o.: ef einstaklingur, sem á framleiðslutækið, vinnur með því sjálfur.
Það er tími til kominn að verjendum dauðadæmdrar auðvalds-
húgunar haldist ekki lengur uppi að verja hana með því að bregða
lýðræðinu yfir illa ásjónu liennar sem grímu.