Réttur


Réttur - 01.01.1965, Page 54

Réttur - 01.01.1965, Page 54
54 R É T T U K Winnipeg, og verkalýÖshreyfingar íslendinga vestan hafs og aust- an voru forðum góð tengsl. Eg hitti Leslie Morris nokkrum sinn- um, og hann hafði mikinn áhuga fyrir Islandi og þekkti nokkra róttæka Vestur-Islendinga. Það er mikill missir fyrir róttæka verkalýðshreyfingu í Kanada, að hann skuli svo skyndilega vera brott kvaddur, að því er manni fannst enn í fullu fjöri. Verkalýðs- hreyfing Kanada mun minnast hans sem eins af beztu forvígis- mönnum sínum. E. 0. Sjólfvirkni-bylting og auðvald nútímans. Nýlega birlu ýmsir vísindamenn í Bandarikjunum það, sem þeir kölluðu: Avarp sérnefndar hinnar þreföldu byltingar. Meðal á- varpsmanna voru: Michael Harrington, höfundur ritsins „H,in Ame- ríkan, fátækt í Bandaríkjunum,“ Linus Pauling Nóbelsverðlauna- hafinn og Gunnar Myrdal, hinn frægi sænski hagfræðingur. Hin „þrefalda bylting“ er: 1) bylting sjálfvirkninnar (Kyberna- tik), sem skapar nýtt þróunarskeið í framleiðslunni, — 2) bylting sLríðstækninnar, er hefur skapað eldflaugar og atomvopn, er eyði- lagt geta menninguna, — og 3) bylting í borgararéttindum: negra- byltingin í Bandaríkjunum. Margt er eftirlektarvert í ádeilu og skilgreiningi þessara vísinda- manna á þjóðfélagsþróuninni í Bandaríkjunum. Atvinnuleysið í Bandaríkjunum verður fyrir barðinu á þeim. Eftir opinberum skýrslum voru 1962 rúmlega 4 milljónir atvinnu- leysingja í Bandaríkjunum, eða 5.5% alls starfandi fólks. En á- varpið sannar, að tala þeirra sé 8 milljónir. En samkvæmt skýrsl- um bandaríska verkalýðssambandsins AFL-CIO, mun alvinnuleys- ingjafjöldinn vaxa upp í 21 milljón árið 1970 fyrst og fremst vegna sjálfvirkninnar. Þar við bætast svo 12 milljónir ungra manna, sem á þessum áratug fá enga vinnu, er þeir Ijúka skólanámi. I lok þessa áratugs mun því alvinnuleysingjatalan sainkvæmt þessu nálgast 33 milijónir. Ávarpið sýnir fram á, að 38 milljónir Bandaríkjamanna, eða rtæstum fimmtungur þjóðarinnar lifir við eymd. Þessi fimmtungur })jóðarinnar fékk aðeins 4.7% þjóðarteknanna í sinn hlut árið 1963, en hafði 1944 haft 4.9%. Margt er í þessu ávarpi mjög merkilegt, og þó að höfundar þess

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.