Réttur


Réttur - 01.01.1965, Page 61

Réttur - 01.01.1965, Page 61
liETTUR 61 Þá er minningargrein um Leslie Morris, aðalritara Kommúnistaflokks Kanada. Þá koma að vanda ýmsar greinar nm starfsemi hinna ýmsu Kommún- istaflokka: Stefnu Kommúnistaflokks Sovétríkjanna, reynslu Verkamanna- flokks Guatemala á ýmsum sviðum, um kosningasigur Kommúnistaflokks SvíþjóSar, um æskuna í hinu sósíal- ístiska Þýzkalandi, um starf komm- unistadeilda í samvinnuhreyfingunni i Mongólíu. Þá er sett fram mat á ýmsum sam- tímaatburðum: ósigri Goldwaters í Bandaríkjunum, endalokum hernaS- areinræðis í Súdan. Ritstjórn tímaritsins gengsl fyrir umræSufiindum um ýms mál. „Fjár- málaauSvaldið í dag“ hefur verið eitl efnið og eru lokagreinar þeirra umræðna hirtar í þessu hefti. Kenningin um kapitalisma nútím- ans var og rædd á svipuðum fundi og er sagt frá ræSum þar í þessu hefti. J. li. Tavares de Sa ritar um endur- skipulagningu lýðræðisaflanna í Bras- ilíu. I kaflanum um ofsóknir gegn lýð- ræðissinnum er m. a. sagl frá ógn- arstjórninni á Filippseyjum og skír- skotað til almenningsálitsins í heim- tnum um að stöðva framferði hennar, — ennfremur er varað við ráðstöfun- um afturlialdsins f Grikklandi og sagt fi'á ofsóknum í Kolombía og víðar í rómönsku Ameríku. I kaflanum um bækur og tímarit segir m. a. frá bók einni nýútkominni lijá vísindaútgáfunni (Science Pub- lishers) í Moskvu, er heitir „Líf helg- iið haráttunni" (Lives dedicaled to f'1i'uggle). Þar er sögð saga margra kommúnista, er fórnuðu ævinni og margir hverjir lífinu fyrir málstað- inn. Meðal þeirra, er þar segir frá, eru: Ernst Thalmann, hinn heimsfrægi foringi þýzka Kommún- istaflokksins, er Hitler lét myrða 1944, — Laida Lamrani, kommúnisti í Aigier, er féll í frelsisstríðinu við Frakka, — Galo G. Uias, aðalritari Kommúnistaflokks Chile, en heilsa hans var eyðilögð með langri dý- flyssudvöl, — Manovar Musso, stofn- andi Kommúnistaflokks Indónesíu, sem fórnaði lífinu fyrir frelsi lands síns, — Vilfrido Alvarez Jara, foringi kommúnista í Paraguay, er drepinn var af lögreglu harðstjórans. Þá er sagt frá K. Tokuda, aðalritara jap- anska Kommúnistaflokksins, — Rub- en Jaramillo, bændaforingja í Mex- iko, — Guiseppi di Vittorio, ítalska verkalýðsforingjanum, — írönsku kommúnistunum Siamek og Rousbek, er stjórnuðu leynibaráttu flokksins. Er bók þessi öll hin merkilegasta og ævisögurnar eiga erindi til allra sósí- alista. * World Marxist Review. 1. liefti 1965. -— Prag. 1 þessu 1. hefti árgangsins 1965 af World Marxist Review, tímariti kommúnistaflokkanna og annarra verkalýðsflokka, eru m. a. þessar greinar: John Gollan, aðalritari hrezka Kommúnistaflokksins, ritar um Bret- land eftir þingkosningarnar. Er grein- in mjög alvarleg viðvörun til hrezka Verkamannaflukksins og ríkisstjórn- ar hans, að lenda ekki í klóm alþjóð-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.