Réttur - 01.01.1965, Blaðsíða 63
n É T T U R
63
ar eru tiik bandaríska anSvaldsins á
auSlindnni landanna, í Venezuela t. d.
ræð'ur bandaríska olíiiauSvaldið yfir
74% olíuframleiSslunnar, og þann-
ig mætti lengi telja.
Þá kemur greinarkafli um hvern-
ig hinar undirokuSu jijóSir séu aS
brjóta af sér hlekki heiinsvaldastefn-
unnar. Eru þar frásagnir frá fndó-
Kína, frá Kongo, frá Angola, frá
Mosambik og Haiti.
ílachir Hadj Ali, sem lesendum
Réttar er kunnur af grein lians í
síSasta liefti, ritar ýtarlega grein um
„ýmsa lærdóma, er draga megi af
frelsisbaráttunni í Algier."
Þá koma ýmsar frásagnir af starf-
semi bæSi Kommúnistaflokka og ann-
arra verkalýSsflokka, frá Belgiu, It-
alíu og víSar. Hart er þar deilt á
ríkisstjórn Bandaríkjanna fyrir að
taka upp aS nýju ofsóknir gegn
Kommúnistaflokki Bandaríkjanna.
Sagt er frá, að nú byrji Kommún-
istaflokkur Súdan aS gefa blaS sitt,
„E1 Madan“, út löglega, en áSur höfSu
392 tölublöS komiS út á laun. Bylt-
ingin í október 1964 skóp lýSræSis-
flokkunum þessa möguleika til frjálsr
ar starfsemi, en þá vann þjóSfylking
verkalýSs- og bændasamtaka, sem
menntamenn einnig taka þátt í, sig-
ur á harSstjórnaröfliinum.
Þá er sagt frá umræSum, sem rit-
stjórnin liefur stofnaS til um einingu
lýSræð'isaflanna og verkalýSshreyf-
mgarinnar.
Þvi næst kcmur kafli um ofsókn-
lr gegn lýSræSissinnum. Er þar
s«gt fró pyntingarstöSvum Salazars
‘ Portugal. I fangabúðunum Tarra-
fal ó Kap Verde-eyjum hafa beztu
menn verkalýðshrcyfingarinnar i
Portugal verið pyntaðir ó hræðileg-
asta hótt og drepnir, svo sem Bento
Goncalvcs, aðalritari Kommúnista-
flokks Portugal, Alfrcdo Caldeira,
meðlimur í miðstjórn Kommúnista-
flokksins, og fjöldi kommúnista og
annarra lýðræðissinna.
Hin alþjóðlega barátta fyrir laitsn
fanga, sem geymdir eru í dýflissum
Salazars án dóms og laga, hefur
eflst mjög og m. a. boriS þann ár-
angur, að Maria da Piedade Gomes,
kona eins miðstjórnarmeðlims Komm-
únistaflokksins, sem var haldið ólög-
lega í fangelsi eftir að hún var bú-
in að sitja þar 6 ár samkvæmt dómi
fasistanna, var látin Iaus í nóvember
1964. En ennþá sitja margir beztu
■synir og dætur Portugal í dýflissum
fasismans í Portugal. Baráttan fyrir
frelsi þeirra þarf að harðna. Og ís-
lendingar mega muna að í þessu
„bandalagsríki" Islands er í dag beitt
sömu aðferðum og Hitler beitti í
Þýzkalandi.
Þá eru skarpar ádeilur á liarð-
stjórn í Niger (Afríku) og í Vestur-
Þýzkalandi.
Að síðustu ritar R. Sokolow um
bók Friedl Fiirnberg, aðalritara aust-
urríska Kommúnistaflokksins um
„Kommúnismann í lieimi nútímans."
Tímaritið má fá á sænsku, ensku
og þýzku, hjá bókabúð Máls og
menningar, Laugaveg 18, svo og hjá
skrifstofu Sósíalistaflokksins í Tjarn-
argötn 20, Reykjavík.
*