Réttur


Réttur - 01.01.1965, Síða 64

Réttur - 01.01.1965, Síða 64
64 RETTUR The Afriean Communist. — Gefið út af South African Communist Party. London. „The African Communist“ er tíma- rit, sem út kemur ársfjórðungslega á ensku. Það er gefið út af liinum liannaða Konnnúnistaflokki Suður- Afríku. Umboðsmaður Jiess í Lund- únum er Ellis /loivles, 52 Palmerstone Road, London S. W. 14. — Hvert hefti er 70—80 síður og kostar ár- gangurinn 6 shillinga eða f dollar. Þetta límarit flytur fjölda greina um frelsisharáttu Afríkuþjóðanna. I fjórum heftum síðasta árs hafa verið ágætar greinar, t. d. um Ghana, um Nigeriu og Marxismann, um lýðræði og Afríku, um Sósíalistaflokkinn í Nigeriu, um uppbygginguna í Algier eftir hinn fræga franska rithöfund llenri Alleg, um verkalýðsfélögin í Tanganyika, o. fl. o. fl., auk fjölda- margra ágæta greina um fasismann i Suður-Afríku og liina hetjulegu bar- áttu kommúnista og annarra frelsis- vina gegn honum. í októher-desember-hefti 1964 var grein um píslarvottana þrjá: Mini, Khayinga og Mkaba, sem teknir voru af lífi 6. nóvember 1964 af fasista- stjórn Verwoerds. Þar er og grein um Zambiu, yngsta lýðveldi Afríku, sem Jiá var. Þar bætast alltaf ný við. I fyrsta hefti þessa árs er m. a. grein um baráttuna í Kongó, um kosningarnar í brezku Guayana (hún heitir „Cheated not defeated," — „blekktir en ekki sigraðir.“). — Enn- frenmr fjölmargar greinar um frels- isharáttuna í Suður-Afríku. Þetta tímarit ættu sem flestir að kaupa og lesa. Það er í senn nauð- synlegt fyrir alla frelsisunnandi ís- lendinga að fylgjast vel með þvi sem er að gerast í Afríku, — frelsisbar- átta aljiýðunnar er nú hörðust og hetjulegust Jiar. Og það er einnig óbeinn stuðningur við hina lmgrökku frelsisvini að kaupa og lesa tímarit þeirra. E. O. * Monthly Review. An Inde- pentent Socialist Magazine. 16. árg. 1964. — 333 Sixth Avenue. New York 14. — New York. Um þetta bandaríska tímarit hef- ur áður verið ritað í Rétt. í því koma hvað eftir annað hinar merkustu greinar og stundum eru heil hefti ein lítil bók. Þannig var t. d. í síðasta árgangi 6. heftis bókin „Inside the Cuban Revolution" eftir Adolfo Gilly og 3.-4. heftið „The Ordeal of British Guyana“ (Eldraun hrezku Guyana) eftir Philip Reno. Eftirtektarverð grein er í janúarheftinu 1965 eftir Joan Robinson, hina frægu brezku vísindakonu í Iiagfræði (samverka- kona Keynes), er hún nefnir „Kore- an miracle“ (Kraftaverkið í Koreu), tim liina stórfenglegu uppbyggingu þar í landi eftir hörmungar styrjald- arinnar. I ritstjórnargrein er ágæt skilgreining á erlendri fjárfestingu og tekið sem dæmi fjárfesting banda- rískra auðmanna í Kýprus með fé- laginu Cyprus Mining Corporation. Er þar rakin bitur reynsla, sem Is- lendingum væri liollt að kynna sér. *

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.