Réttur


Réttur - 01.10.1930, Page 3

Réttur - 01.10.1930, Page 3
Rjettur] STRAUMHVÖRF 315 vinnufrið og samkomulag við auðmannastjettina, þeg- ar auðvaldið kastar miljónum verkalýðs atvinnulausum á guð og gaddinn. Og dirfist verkalýðurinn samt að heyja baráttu fyrir bættum kjörum, þá svíkja þeir hann í baráttunni, lýsa verkföll hans ólögleg, banna samúðarverkföll og skirrast ekki við að beita »þræla- lögum« íhaldsins gegn verkalýð, þótt þeir hafi hátíð- lega lofað að afnema þau, þegar þeir voru að veiða at- kvæði verkamanna. Sosialdemokratar kóróna síðan þjónustu sína við auðvaldið, með því að berjast vægðarlaust gegn ráð- stjórnarríkjunum. Blöð þeirra eru jafnvel hin rótar- legustu og illkvitnustu í garð rússnesku byltingarinnar og endurreisnarstarfs alþýðunnar í RB. Áður tóku sosialdemokratar þátt í borgarastyrjöld auðvaldsins gegn RB. Nú undirbúa þeir ásamt auðvaldinu styrjöld gegn RB. Áður bældu sosialdemokratar niður verklýðs- byltingu í Þýskalandi og sviku byltinguna í Ungverja- landi. Nú styðja þeir ofbeldisstjórnir auðvaldsins leynt eða ljóst, bæla niður ilidversku byltinguna og ætla sjer áð ráða niðurlögum rússnesku byltingarinnar. Á Berlín- arfundi framkvæmdastjórnar II. Internationale í vor, var samtímis lýst trausti sínu til ensku böðulsstjórnar- innar, er Macdonald stýrir, og skorað á rússneska al- þýðu að rísa upp gegn kommúnistum. Sosialdemokratar standa alstaðar með Þjóðabanda- laginu, hernaðarbandalagi auðvaldsins gegn ráðstjórn- arríkjunum. Það þarf þvi ekki frekari sannana með, til að sýna hvernig sosialdemokratar standa alstaðar auðvalds- megin í heimsbaráttu þeirri, sem nú er háð milli auð- valds og kommúnisma, og reka þeir smiðshöggið á þjónustu sína við auðvaldið með því að kljúfa alstaðar, sem þeir geta, verkalýðshreyfinguna á þann hátt að reka kommúnista úr henni. Næsta takmark kommúnista í verklýðshreyfingu Ev- 21*

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.