Réttur


Réttur - 01.10.1930, Blaðsíða 44

Réttur - 01.10.1930, Blaðsíða 44
356 HREYFING ÍSL. ÖREIGAÆSKU [Rjettur guðs forsjón og líta til fuglanna í loftinu, sem hvorki sá né uppskera, en þó fæði hinn himneski faðir þá. — Hann hefir raunar oft fundið helfrosna snjótitlinga undir mosaþúfu, en hann hugsar ekkert út í það. Svo er honum líka kennt, að hann skuli eigi rísa gegn vald- höfunum, því að allt valdboð sé frá guði og sá, sem rísi móti valdhöfunum, rísi einnig móti guði. Hann er einnig á því fræddur, að hann skuli auðmjúkur og hlýðinn sínum yfirboðurum. Og hann veit fjölmargt fleira, en þó veit kennarinn allt af miklu meira og honum finnst jafnvel, að hann viti allt, þó að hann vilji eigi segja það allt. Og hann finnur hversu óend- anlega mikill hann er, lýtur honum í lotningu, eigi sem bróður og leiðbeinara, heldur sem yfirmanni, æðri veru. Margt nemur hann fleira. Honum er kennd saga, sem sýnir og sannar hvernig miklir menn skapa rás viðburðanna með hjálp æðri valda. Sagan er um kon- ungana, afreksverk þeirra, orustur, ríkisár. Hún snýst ekki um fólkið, atvinnuhætti þess og kjör, þrautir og þol. Hann fær að skilja og sjá, hvernig þessir afreks- menn og hetjur mennta þjóðina og efla, auka fram- kvæmdir og gera hana sigursæla í baráttunni. Svo lær- ir hann líka margt um slungna stjórnmálamenn og sitthvað um vísinda og uppfyndingamenn, sem standa langt ofan við fjöldann og með hugviti sínu, snilli og innblæstri finna það, sem öðrum er hulið. Sjaldan er minnst á stéttarbaráttu, enda eru þær lýsingar lítið hrífandi. Því að eins og æðri borgarar vita, þá er saurgandi að fást við stjórnmál. Og óþarflega forvitn- um öreigum er líka sagt, að það séu, að minnsta kosti, þrenn mál, stjórnmál, trúmál og ástamál, sem aldrei fáist botn í í heimi hér. En samt man hann eftir frá- sögnum um »skríl«, sem gerðist svo djarfur og ó- kurteis, að rísa gegn valdhöfunum, en var auðvitað kúgaður. Spartakus og þýzku bændurnir á 16. öld gerðu sig seka í þessu guðleysi. Hann man hvað sagt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.