Réttur


Réttur - 01.10.1930, Síða 6

Réttur - 01.10.1930, Síða 6
318 STRAUMHVÖRF [Rjettur unarafstöðu með leyfi til að koma upp 7—8 frystihús- um, ef frystifiskútflutningurinn hepnast. Fiskimjöls- og lýsis-útflutningur er sömuleiðis einokaður að mestu. Síldarútflutningurinn er í höndum einkasölu, sem rík- ið kemur á og tryggir með henni yfirráð eignastjettar þeirrar, sem áður var gjaldþrota orðin, og dregur úr verslunaráhættunni fyrir erlendu síldarhringana og tryggir þannig gróða þeirra. Yfir síldarolíuútflutn- ingnum drotnar þýsk-ensk-hollenski smjörlíkishring- urinn, og hefur hann bein ítök í tveim af síldarbræðsl- unum en ræður verði hinna óbeinlínis. Smjörlíkis- og mjólkurframleiðsla innanlands er á helstu markaðs- svæðunum einokuð af nokkrum auðfélögum. Og land- búnaðarafurðirnar eru í höndum Sambands íslenskra samvinnufélaga, sem er spilt orðið af verslunarmáta auðvaldsins og verður smásaman að harðvítugum auð- valdshring, sem sjálft er síðan háð erlendum auðhring- um um sölu afurða sinna. Heimsauðvaldið fullkomnar síðan drotnun sína yfir íslandi með því að leggja fje í fyrirtæki landsins, láns- fje, sem einstaklingar, hlutafjelög, bæjarfjelög og ríki taka. Mun auðmagn erlenda bankavaldsins á íslandi nema um 50 miljónum króna. Af allri þessari fúlgu verður alþýðan að greiða okui*vexti og íslenska banka- valdið, ríkisbankarnir þrír, annast innheimtuna á því, en ríkisvaldið stendur ábyrgt gagnvart hinum erlendu drotnurum fyrir því, að okurrenturnar sjeu píndar út úr þjóðinni. Meira að segja þótt ríkisvaldið sje ekki á- byrgðarskylt — eins og í islandsbankamálinu — tekur það á sig ábyrgðina samt, til að þóknast hinum erlendu yfirboðurum sínum, bresku og dönsku auðmönnunum. I'sland er því orðið nýlenda heimsauðvaldsins, sem það arðrænir vægðarlaust á friðartímum. Og á ófrið- artímum mun heimsauðvaldið láta greipar sópa um auðæfi og afurðir landsins og skamta smánarverð fyr- ir, líkt og breska auðvaldið byrjaði á með kúgunar-

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.