Réttur - 01.10.1930, Blaðsíða 8
320
STRAUMHVÖRF
[Rjettur
vekja og efla tilhneigingar til fasisma. Þegar rikisvald-
ið sjálft er orðið helsti atvinnurekandi landsins beint
og óbeint, verður það um leið einhver harðvítugasti
andstæðingur verkalýðsins. Hefur það átakanlega sýnt
sig í allri ríkisjóðsvinnunni. Er þar greitt hið mesta
smánarkaup, sem nokkurstaðar er greitt á landinu.
Vogi verkalýðurinn að rísa upp gegn þessari kúgun,
er honum undireins hótað af hálfu ríkisvaldsins með
margföldum áverka fyrir hverja þá árás, er hann hefji.
Samtímis því sem ríkisvaldið þannig hótar að sýna
verkalýðnum í tvo heimana með ofbeldi, reynir það
hinsvegar að skapa í kringum sig eindreginn flokk á-
hangenda, er fylgja því út í hvað sem er. Er áhang-
endum þessum tylt í hvaða stöður sem hægt er. Hvert
embætti, sem losnar, er notað af ríkisstjórninni ýmist
til að setja flokksmann sinn þar í valdasess eða til að
reyna að kaupa með því róttæka verklýðssinna og lama
þá þannig í baráttu verkalýðsins. Láti þeir þá ekki
segjast, er þeim vægðarlaust fleygt út úr starfinu. Rík-
isvaldið er eflt á alla lund, lögreglan stækkuð og þjálf-
uð betur, alinn upp embættismannaflokkur, sem sje
harðvítugur stjórnarsinni, ríkisskólunum beint í
fasista-átt, með því að bæla þar niður pólitíska starf-
semi ungra jafnaðarmanna, auk alls þess aukna valds,
sem ríkið fær á atvinnusviðinu.
Bardagaaðferð ríkisauðvaldsins gagnvart verkalýðn-
um er því augljós. Annarsvegar reynir það að kaupa
verklýðsforingjana og nokkurn hluta verkalýðsins til
fylgis við sig með fríðindum. Hinsvegar hótar það að
berja niður hverja mótspyrnu verkalýðsins gegn kúg-
unarvaldi þess og er þegar byrjað á að ofsækja vinstri
arm Alþýðuflokksins.
Ríkisauðvaldinu hefur orðið allmikið ágengt með að
kljúfa verkalýðinn á þennan hátt. Ástæðan til þess, að
svo auðveldlega gengur að spilla foringjaliði Alþýðu-
flokksins, eru hinar sósíaldemokratisku skoðanir, sem