Réttur


Réttur - 01.10.1930, Page 16

Réttur - 01.10.1930, Page 16
328 STRAUMHVÖRF [Rjettuv á sínu eigin bragði og kenna til fullnustu á afleiðing- unum af kreppu skipulags síns. Einmitt þegar krepp- an dynur yfir, þarf að magna baráttuna, svo að hún helst ríði auðvaldinu að fullu. Úrslitahríðin er því fyrir dyrum áður en varir. Þeg- ar heimsauðvaldið heyir lokastríð sitt við kommúnism- ann, þá verður það jafnt háð hjer í þessari arðrændu nýleníiu auðvaldsins sem annarstaðar. Og sje meiri- hluti verkalýðsins þá enn þá á bandi sosialdemokrata, verða örlög hreyfingarinnar hin sömu og við þekkjum áður í Þýskalandi og víðar. Þessvegna er nú myndun kommúnistaflokks í sam- bandi við Alþjóðasamband Kommúnista hin brýnasta nauðsyn tii að varðveita sosialismann á íslandi frá eyðiieggingu, til að skapa verkalýðnum hæft forustulið, er til orustunnar kemur, og til að leiða frelsisbaráttu íslenskrar alþýðu til sigurs í samvinnu við verkalýðs- stjettir heimsins í baráttu þeirra gegn heimsauðvald- inu. Það eru því straumhvörf að gerast, jafnt í alþjóða- hreyfingu verkalýðsins, sem í hinni litlu deild þess hjer. Þegar það brestur og brakar í allri auðvaldsbygg- ingunni, þegar breska drottinvaldið hriktir og skelfur á grunni, þá er tíminn kominn fyrir brautryðjendui' íslenska verkalýðsins, kommúnistana, að hefja opin- berlega uppreisnarfánann gegn kúgun heimsauðvalds- ins og þjóna þess á íslandi. Þegar alþýða ráðstjórnarríkjanna með glæsilegri uppbyggingu sosialismans í Rússlandi, hefur flutt öll- um heimi sönnunina fyrir nauðsyn hans og möguleika, — þegar geysivöxtur framleiðslunnar í ráðstjórnar- ríkjunum gerir skelfingu og vitfirringu auðvaldskrepp- unnar margfalt hörmulegri, — þá er tíminn kominn fyrir íslenska verkalýðinn, sem er að komast inn undir hin ógurlegu áhrif auðvaldskreppunnar, að hefjast handa, tii að fella auðvaldið á sjálfs þess syndum og

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.