Réttur


Réttur - 01.10.1930, Page 21

Réttur - 01.10.1930, Page 21
Rjettur] KARL MAKX 333 milli. í greinum sínum í þessu tímariti, kemur Mai*x þegar fram sem byltingarsinni. Gerist hann þar tals- maður »miskunnarlausrar gagnrýni á allt það, sem er« og skýtur máli sínu til fjöldans og öreiganna. í sept. 1844 kom Friederich Engels til París til að vera þar nokkra daga. Upp frá því varð hann nánasti vinur Marx. Báðir tóku þeir hinn öflugasta þátt í hinu þróttmikla og fjöruga lífi, sem þróaðist innan hinna byltingarsinnuðu flokka eða flokksbrota í París. (Um þetta bil var það kenning Proudhons, sem hafði sjer- staklega mikið gildi og tók Marx hana til meðferðar í bók sinni »Eymd heimspekinnar« 1847). Marx og En- gels börðust snarplega gegn hinum ýmsu afbrigðum smáborgaralega sósialismans. Sköpuðu þeir í baráttu þessari undirstöðuna að kenningum og baráttuhögun hins byltingarsinnaða öreiga-sosialisma eða kommún- isma (Marxisma). 1845 var Marx að undirlagi prússnesku stjórnarinn- ar vísað burt úr París sem hættulegum byltingarsinna. Hann fór þá til Briissel. Vorið 1847 gengu Marx og Engels í hið leynilega útbreiðslufélag, »Kommúnista- sambandið«, og tóku þeir virkan þátt í þingi þessa sam- bands (nóvember 1847 i Lundúnum). Eftir ósk sam- bandsins skrifuðu þeir hið fræga »Kommúnistaávarp«, sem kom út í febr. 1848. Rit þetta setur fram með snildar skýrleika og skerpu hina nýju heimsskoðun, hina samkvæmu efnishyggju, er grípur um öll fyrir- brigði þjóðfélagslífsins. Þar er sett fram þróunarspek- in (dialektik), sem fjölhæfasti og djúptækasti skilning- ur á þróuninni, kenningin um stéttabaráttuna og hið heimssögulega, byltingarsinnaða hlutverk, sem bíður' öreiganna, skapara hins nýja kommúnistiska þjóðfé- lags. Þegar febrúarbyltingin 1848 færðist í aukana, var Marx vísað burt úr Belgíu. Hann fór síðan á ný til Parísar og þaðan eftií marzbyltinguna til Kölnar í

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.