Réttur


Réttur - 01.10.1930, Side 24

Réttur - 01.10.1930, Side 24
Skipulagsmál verkalýðsins. Samtök verkalýðsins. Hversvegna myndar verkalýðurinn með sjer samtök? Vegna þess, að hann hefir sameiginlega hagsmuni og kemst að raun um það, að sameiginlegar athafnir geta velt þungu hlassi, þar sem athafnir einstaklingsins fá engu áorkað. Þegar verkalýðurinn tekur að bindast samtökum, er það vottur þess, að hann er að vakna til stjettarvitundar. Og vaxandi samtök merkja vaxandi stjettarvitund. Samtökin eru ekkert annað en sýnileg- ur vottur um skilning verkalýðsins á stjettahagsmun- um sínum. Því óskýrari sem stjettarvitundin er, því sundurleit- ari er hugsunarháttur verkalýðsins. Verkamenn, sem vinna saman í sveita síns andlitis og eru arðrændir al' sama auðmanninum, hafa hinar andstæðustu skoðanir um trúmál, siðferðismál, þjóðfjelagsmál o. s. frv. Slík- ar andstæður í skoðunum eru bei'gmál andstæðanna í skoðunum borgaranna. Meðan borgararnir hafa öll andleg menningartæki undir yfirráðum sínum, blöð, skóla, kirkjur, bókment- ir o. s. frv., er engin von til þess, að verkalýðsstjettin, sem heild, losi sig af andlegum klafa borgarastjettar- innar. En eitt er það, sem sameinar alla verkamenn, hversu sundurleitar sem skoðanir þeirra eru, hversu mjög sem alið er á ríg meðal þeirra af trúarlegum, þjóðernisleg-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.