Réttur


Réttur - 01.10.1930, Page 29

Réttur - 01.10.1930, Page 29
Ujettur] SKIPULAGSMÁL VERKALÝÐSINS §41 anna, hefði verkalýðsbyltingin ekki gengið með sigur af hólmi. Og þó var bolsévikkaflokkurinn tiltölulega lítill alt fram að byltingunni. Hefði í Rússlandi verið stór »alþýðuflokkur« með svipaðri stefnuskrá og skipu- lagi og íslenski flokkurinn, en enginn lítill bolsévíka- flokkur, myndi auðvaldið drottna yfir öllum ráðstjórn- arlöndunum enn í dag. Syndikalistar, ýmsar tegundir enskra sósíaldemó- krata (Trade-Unionistar og Labouristar) og síðast en ekki síst íslenskir sósíaldemókratar og bræðingsmenn (centristar), tala stöðugt um sameining allrar alþýðu í einn pólitískan flokk, gætandi þess ekki, eða öllu held- ur lokandi augunum fyrir því, að meðan auðvaldið drottnar, hlýtur það aðeins að vera nokkur hluti verka- lýðsins, sem er fær til forustu. Þeir vilja koma auð- valdinu á knje, án þess að vita hvernig á að fara að því. Þeir vilja koma jafnaðarstefnunni í framkvæmd án þess að vita hvernig á að fara að því. »Þeir ætla sjer að eignast skip, þótt enginn kunni að sigla«. Þeir þykjast tala máli allrar alþýðu, með því að prjedika sameiningu hennar á þeim grundvelli, sem ómögulegt er að sameina alla stjettina á. Jafnframt berjast þeir á móti sameiningu hennar um þær kröfur, sem allur verkalýður hlýtur að standa sameinaður um, á öllum stigum stjettabaráttunnar. Og árangurinn verður sá, að forustan kemst í hendur manna, sem raunverulega reka erindi stjettarandstæðingsins. i Bretlandi er forustan komin í hendur Mac-Donald og Co. sem reynst hafa hæfari útverðir bresku stór- veldastefnunnar en íhaldsflokkurinn, sem áður hafði það vandaverk með höndum. Á íslandi er forustan komin í hendur sósialdemóki’ata, sem styðja auðvalds- flokk þann, sem nú er við völd og gengur í broddi fylk- ingar í framrás fjármálaauðvaldsins í landinu. Þessi alranga skoðun um sameiningu verkalýðsins, án raunverulegrar stefnuskrár, án raunverulegs inni-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.