Réttur


Réttur - 01.10.1930, Page 30

Réttur - 01.10.1930, Page 30
342 SKIPULAGSMÁL VERKALÝÐSINS [Rjettui halds, án forustu í stjettabaráttunni, hlýtur að leiða til misnotkunar á samtökum verkalýðsins af hálfu póli- tískra braskara og erindreka auðvaldsins. Slíka »sameiningu« hefir katólska kirkjan, versti óvinur verkalýðsins og allra undirokaðra, einnig á stefnuskrá sinni. Slík »sameining« miðar að því að spenna verka- lýðinn fastan fyrir vagn auðvaldsins. Og takist að rugla svo nokkurn hluta alþýðunnar, að hún fylgi er- indrekum borgaranna, þá tekst og að kljúfa óþroskað- asta hluta verkalýðsins frá stjettvísasta hlutanum. Slík »sameining« hlýtur að leiða til klofnings. Því er haldið fram, af andstæðingum vorum, að stofnun kommúnistaflokks merki skipulagsbundna klofningu alþýðusamtakanna. Hvað merkir stofnun kommúnistaflokks? Hún er í því fólgin að stjettvísasti hluti verkalýðsins tekur höndum saman, í bjargföstum samtökum, til að sameina alla alþýðu í stjettabarátt- unni. Hún er fólgin í sköpun forustuliðs, sem gengur taktfast á undan hina rjettu leið, þar til fullur sigur er unninn. Hún merkir enga klofningu, heldur meiri sam- tök og traustari samtök. — Hin pólitíska klofning er þegar orðin staðreynd og húri er í því fólgin, að for- ingjar Alþýðuflokksins hafa gengið borgurunum á hönd og tekist að rugla svo nokkurn hluta verkalýðsins að hann fylgir þeim. Hlutverk kommúnistaflokks er látlaust og öflugt starf alla daga að sameiningu verka- lýðsins og alls hins vinnandi fjölda til sjávar og sveita, á grundvelli stjettabaráttunnar. Ein þeirra röksemda, sem mjög er notuð af þeim, »sem tvíráðir standa«, hljóðar þannig: Kommúnism- inn er að vísu góður og þjer bendið á rjettar leiðir. En fólkið vill ekki fylgja ykkur. Það þýðir ekkert að fara á undan fjöldanum. Ef engin gengur á undan, stendur sveitin í stað. Kommúnistaflokkurinn er forvörður stjettahagsmuna verkalýðsins, þessvegna hlýtur fjöldinn að fylgja hon-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.