Réttur


Réttur - 01.10.1930, Síða 38

Réttur - 01.10.1930, Síða 38
350 SKIPULAGSMÁL VERKALÝÐSINS [Rjettur í hvert skifti, sem þarf að taka afstöðu til mikils- varðandi mála, verða sellurnar að halda sameiginlega fundi. Verði því ekki við komið, geta sellurnar gefið . fulltrúum umboð til að fara með mál sín á sameigin- legum ráðstefnum. Auk þess er nauðsynlegt, að flokksmál hvers lands- hluta sjeu rædd á sjerstökum ráðstefnum, sem flokks- deildir landshlutans senda fulltrúa á. Á þessum ráð- stefnum er kosin stjórn fyrir landshlutann, sem hefir á hendi handleiðslu starfsins í umdæmi sínu. í öllum verklýðsfjelögum og öðrum stjettarfjelögum, þar sem kommúnistar eru fjelagar, mynda þeir með sjer skipulagt flokksbrot eða lið (Fraktion) og jafnt hvort þeir eru í meirihluta eða minnihluta. Liðin kjósa sjer stjórn eða einn eða fleiri starfs- menn, er skipuleggja starfið og eru ábyrgir gagnvart flokknum. Liðin ræða gaumgæfilega áhugamál þeirrar alþýðu, sem þeir starfa í fjelagi með og þær aðferðir, sem nota ber til að beina henni inn á rjettar brautir stjettabaráttunnar og tengja hana flokknum. Samþykt- ir liðsins takmarkast auðvitað af ályktunum flokksins og almennri stefnu hans í hverju máli. En allir liðsfje- lagar verða skilyrðislaust að fylgja gerðum samþykt- um. Allir kommúnistar verða að koma fram sem einn maður. Sje um kosningar, framboð fjelaga til ein- hverra kosninga eða samþyktir í mjög mikilsvarðandi rnálum að ræða, er viðurkenning þeirra flokksstjórna, sem hlut eiga að máli, nauðsynleg. Kommúnistaliðin verða jafnan að ganga fyrir skjöldu í hagsmunamálum verkalýðsins og starfa ötullega að því að safna verkamönnum inn í verkalýðsfjelögin, jafnframt þvi, sem þau berjast baráttu flokks síns

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.