Réttur


Réttur - 01.10.1930, Side 39

Réttur - 01.10.1930, Side 39
Rjettur] SKIPULAGSMAL VERKALÝÐSINS 351 innan fjelaganna og beita öllum áhrifum sínum til að vinna sem flesta verkamenn til fylgis við kommúnism- ann og fá þá með í starfið. Auðvitað takmarkast alt starf kommúnista í verk- lýðsfjelögunum af lögum þeirra og samþyktum. Allan kostnað við starf kommúnistaliðanna, annast flokkurinn. Fulltrúar kommúnista á Alþingi og í bæjarstjórn- um verða að hafa með sjer skipulagsbundin samtök. Flokksbrotin, sem starfa í samkundum þessum, verða að skifta vel með sjer verkum og ræða öll mál ýtarlega. Hver maður verður að fylgja gerðum samþyktum út í ystu æsar og enginn einstakur má taka sjer neitt fyrir hendur, fyr en það hefir fengið formlegt samþykki flokksbrotsins. Náin samvinna verður að vera milli kommúnista þeirra, sem eiga sæti á Alþingi og í bæj- arstjórnum annarsvegar og miðstjórna og deildar- stjórna flokksins hinsvegar. úrskurður flokksstjórn- anna er bindandi fyrir þingmenn og bæjarfulltrúa flokksins í hverju máli. Brjóti kommúnistiskur þing- maður eða bæjarfulltrúi í bág við stefnu flokksins eða samþyktir, er honum skylt að leggja niður þingmensku eða víkja úr bæjarstjórn, ef flokkurinn krefst, ella hef- ir hann fyrirgert rjetti sínum, sem flokksfjelagi. í þessari ritgerð hefir verið reynt að stikla svo mjög á aðalatriðum, sem unt hefir verið. En það veltur á miklu, að hver einasti fjelagi geri sjer ljóst, að gott skipulag er grundvallarskilyrði þess, að vel takist. Það ríður á, að hver maður kynni sjer skipulagsmálin eins vel og hann á kost á. íslenskir kommúnistar hafa lítil

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.