Réttur


Réttur - 01.10.1930, Page 41

Réttur - 01.10.1930, Page 41
Hreyfing fslenzkrar öreigaæsku. Hver er aðstaða æskunnar í stéttarbaráttunni? Við skulum fylgja sögu öreigaunglingsins, í stórum dráttum, allt frá því, er hann fer að skynja umhverfið heima í kofanum, og til þess, er hann telzt nokkurn veginn mótaður maður. í bernskunni er hann trúlega tengdur sinni stétt. Hans gleði og sorg, sigrar og ósigr- ar fallast í faðma við kjör fjölskyldunnar. Þegar faðir- inn er atvinnulaus og snautt er heima í kotinu eða kjallaranum, þá sveltur litli drengurinn líka. Þegar brauð brestur í búi, er hann einn þeirra, er grætur. Þegar faðirinn fær vinnu aftur, þá fagnar litli vesling- urinn og grípur brauðbitann fegins hendi. Þegar faðir- inn fer ut í verkfall til að knýja fram bætur á kjörum sínum, þegar hann berst við auðvaldið til að fá að lifa, þá eru einnig kjör litla drengsins tengd við úrslitin. Ef faðirinn sigrar, batna kjör hans, hann er þátttak- andi í sigrinum. f kreppunni, sem gjörir föðurinn at- vinnulausan, býr hann við þröngan kost. Hann spyr móður sína, hví kalt sé og snautt, hversvegna hún leggi ekki í ofninn. Honum er sagt, að hann pabbi geti ekki keypt kol af því, að hann hafi framleitt allt of mikið af kolum. Litli drengurinn starir bláum spyrjandi barnsaugunum. — Hann skilur þetta ekki. Honum finnst heimurinn illur í garð pabba hans og allra kol-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.