Réttur


Réttur - 01.10.1930, Page 47

Réttur - 01.10.1930, Page 47
Rjettur] HREYPING ÍSL. ÖREIGAÆSKU 359 ingin oft af í baráttunni fyrir brauðinu, og öreiginn sér glytta í hart og blágrátt stálið og vaknar við. Barátta öreigaæskunnar og tæki hennar. Æskan er hið nýja afl, sem sífelt rennur inn í stétta- baráttuna. Hún er kynslóðin, sem næst á aðalleikinn. Hún er erfingi feðra sinna að afstöðu þeirra í þjóðfé- laginu, að þrautum þeirra og þjáningum, þrám og von- um. I stuttu máli, hún er erfingi þeirra að stéttabar- áttunni. Sigur stéttarinnar og um leið þeirrar hugsjón- ar, er kjör hennar og þjóðfélagsaðstaðan hafa alið, er undir því komin, að æskukynslóðin sé enn betur vopn- um búin en feðurnir, berjist snarpar, af meiri snilli og viti. í fám orðum, hún þarf að skilja lögmál stéttar- baráttunnar enn betur, gagnrýna þjóðfélagið enn skarpar og verða við þessu á virkan hátt. öreigaæska allra landa hefir erft hlekkina af feðr- um sínum. En málsbótin er, að hlekkjunum hefir fylgt þráin til að brjóta þá, hatrið til kúgarans. Félög ungra jafnaðarmanna eiga að vera brjóstvirki æskunnar í stéttabaráttunni. Þau eiga að hefja og stjórna sókn öreiganna. Véttvangurinn er tvískiftur. Baráttan er háð bæði á atvinnusviðinu og á andlega sviðinu. Hagsmunabarátt- an liggur næst. Hún er grundvöllur lífsins, sögunnar. Sameiginlegir hagsmunir tengja öreiga allra landa. Hvítir, dökkir, gulir, rauðir öreigar tengjast, gleðjast og gráta saman, sigra eða falla, berjast hlið við hlið gegn hinu fjandsamlega, kúgandi auðvaldi. F. U. J. þurfa að taka upp hagsmuna-kröfur æskunnar, berjast fyrir þeim. Þá safnast vinnandi öreiga æska að merki þeirra. Þau eiga að semja kauptaxta fyrir unglingana, sjá um að honum sje hlýtt. Þau eiga að standa í nánu sambandi við eldri félagana og vinna með þeim. Þau þurfa jafnvel að skipuleggja verkföll til að knýja kröf-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.