Réttur


Réttur - 01.10.1930, Side 48

Réttur - 01.10.1930, Side 48
86Ó HREYFING ÍSL. ÖREIGAÆSKU [Rjcttur ur sínar fram. Þau verða að berjast gegn allri þrælk- un á unglingunum, setja bann við barnavinnu á viss- um aldri, og nætur- og eftir vinnu. Barnavinna er tals- verð hér á landi, og' hún færist senn í aukana. Sérstak- lega er það á einu sviði, sem F. U. J. þurfa að láta til sín taka. Það er í stéttabaráttu iðnnemanna. Engir ungl- ingar á íslandi munu svo þrælkaðir, kúgaðir og herfi- lega blekktir sem þeir. Þeir þræla allan daginn kaup- laust. Kveldin og hvíldartímann verða þeir að nota til að nema undir iðnskólann. Námstími þeirra er 3—4 ár. Þeir eru skoðaðir sem lærlingar löngu eftir að þeir hafa numið iðnina. Þeir eru jafnvel látnir vera í ýmis- konar öðruvísi snatti. Meistarinn fær þarna ódýrt eða ókeypis vinnuafl. Hann lifir af því að taka lærlinga og arðsjúga þá. Hann elur þá upp í þeirri von, að þeir munu sjálfir síðar geta unnið sig upp og orðið iðnrek- endur. Hér er nægilegt verkefni fyrir F. U. J. Þau þurfa að krefjast styttri vinnutíma, meira frelsis og hærri launa til handa iðnnemum. Þau verða að berj- ast fyrir gífurlegri styttingu námstímans. Þau þurfa að sýna iðnnemum og sanna, hvílík blekking það er, að ætla, að unt sé fyrir þorra þeirra, að vinna sig upp. Þróunin gengur öll í þá átt að reka í stórum stíl. Verk- stæðin verða stærri, betur vélum búin. Smáiðnrekend- ur hverfa úr sögunni, eða draga fram lífið með því að arðsjúga iðnnemana. Kröfurnar eru ótal fleiri. F. U. J. á að berjast fyrir sumarleyfi fyrir vinnandi unglinga, betri húsakynnum fyrir aðkomuunglinga, sem koma til að afla sér vinnu og ótali annara krafa, sem spretta upp af hagsmunabar- áttu dagsins. Til þess að ná enn betur til barnanna, þurfa F. U. J. að koma á barnahreyfingu (pionera- hreyfingu). Hún getur orðið til ómetanlegs gagns bæði í hagsmunabaráttunni og' þeirri andlegu. Jafnvel með- al foreldranna þurfa F. U. J. að beita áhrifum sínum, til að þeim skiljist, að börnin þeirra verða að ganga

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.