Réttur - 01.10.1930, Blaðsíða 57
Rjettur]
HREYFING ÍSL. ÖREIGAÆSKU
3(59
bletti, að Glerárþorpsfélagið rís upp af grunni stétta-
stríðsins. Honum virðist það undur, að það skuli skap-
ast einkum þar, sem hatramlegasta verkfall ársins var
háð til sigurs. Hann segir, að Hvítárbakkafélagið sé
eigi til. Áður hefir »Kyndill« boðið það velkomið og
»kratarnir« reynt að fá það til að senda fylgismenn
þeirra á þingið og jafnvel falsað skeyti í þessum til-
gangi. Þetta félag segja þeir svo, að sé ekki til. Slík
eru rökin.
Orsakirnar til sprengingarinnar eru margar og sam-
þættar. »Kratarnir« fylgja hér dæmi nafna sinna um
heim allan. Þeir hafa aldrei þolað að vera í minni hluta.
Auk þess þora þeir ekki að standa reikningsskap gerða
sinna. Fjármál »Kyndils« voi'u bágborin, og á fundum
sínum báru þeir hvorir á aðra, að þeir hefðu svallað
með fé hans. Skeytismálið og mörg önnur lágu sem
mara á þeim. Demokratarnir kljúfa samtök öreiga-
æskunnar, svíkja verkalýðinn. En 30 fulltrúar sitja að
þingstörfum, meðan liðhlauparnir danza í sölum Siglufj.
Á þessu þingi var síðan starfað af kappi, dag og
nótt, ný starfskrá var samin fyrir félögin. Hún er um-
fangsmeiri og víðtækari en áður. Hún er þrungin anda
sigurvissrar, starfandi æsku. Hún er reist á stéttabar-
áttunni. Sérhver liður hennar er í nánu og lifandi sam-
bandi við hina daglegu hagsmunabaráttu æskunnar,
markvíst spor í áttina að hinu endanlega miði.
1 stuttu máli, hún er í samræmi við stefnuskrá Sam-
bands ungra kommúnista (K. J. I.), en aðeins sniðin
eftir íslenzkum aðstæðum. Á þessu þingi var einnig
samþykkt, að ganga inn í K. J. I., ef atkvæði félag-
anna féllu þannig. Það táknar, að íslenzk æskulýðs-
hreyfing er tengd samherjum sínum um heim allan.
Það táknár, að hún er einn liður í því djarfasta íorliði,
er öreigaæskan á. K. J. I. berst allstaðar vægðarlaust
gegn auðvaldinu, hvort sem það heldur klæðist páfa-
kápu eða ber hinn »fróma« svip demokratanna. Það