Réttur


Réttur - 01.10.1930, Side 59

Réttur - 01.10.1930, Side 59
Frá ísl. verklýðshreyfingu. Verklýðssambandsmálið. Verklýðssamtökin myndast í upphafi þannig, að nokkrir verkamenn, faglærðir eða ófaglærðir, mynda með sjer samtök, af því þeir sjá að hagur þeirra er sameiginlegur. Fyrst snúast samtök þeirra aðeins um hin sjálfsögðustu hagsmunamál, kaupgjaldið og vinnu- tímann. Utan um þessi mál þjappar verkalýðurinn sjer saman, fleiri og fleiri bætast i hópinn. Fjelagið tengist öðrum fjelögum á sama stað og einnig annarstaðar, til sameig'inlegrar baráttu fyrir þessum hagsmunamálum. Samband verklýðsfjelaga er myndað og styrkir nú hin einstöku fjelög, smá sem stór, enn þá rneira í barátt- unni, með því að geta komið á einangrun eiiistakra at- vinnurekenda (boykot), samúðai'verkföllum, allsherj- ai'verkföllum og beitt þannig mætti allrar stjettarinn- ar í hvert sinn er á ríður fyrir fleiri eða færri ein- staklinga hennar. Samhliða stækkun og eflingu samtakanna vex einnig þroski þeirra og pólitískur skilningur. Einkum verður þó baráttan við atvinnurekendur til þess að gera fleiri og fleiri verkamenn að eindregnum jafnaðarmönnum, þ. e. a. s. mönnum, sem eru sannfærðir um, að kjör verkalýðsins vex'ði ekki verulega bætt fyrr en auðvalds- þjóðfjelagið er afnumið og skipulagi sosialismans kom- ið á; barátta verklýðsfjelaganna sje því fyrst og fremst undirbúningsstarf, og hlutverk fjelaganna sjálfra fyx’st

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.