Réttur


Réttur - 01.10.1930, Page 61

Réttur - 01.10.1930, Page 61
ítjettur] FRA ÍSL. VERKLÝÐSHREYFINGU 373 En hjer á íslandi hefur samband verklýðsfjelaganna og stjórnmálaflokkurinn, Alþýðusambandið og' Alþýðu- flokkurinn, verið eitt frá því 1916, að bæði voru stofnuð. Hin hættulega afleiðing af þessu sambandi á verk- lýðsfjelögum og pólitískum flokk er sú, að samkvæmt lögum Alþýðusambandsins fá í rauninni ekki aðrir inngöngu í þau verklýðsfjelög, sem eru í Alþýðuflokkn- um, en ákveðnir jafnaðarmenn. óþroskaðri hluti verka- lýðsins, sem einmitt þyrfti skóla samtakanna til að verða fylgjandi sosialismanum, er þar nieð útilokaður frá heildarsamtökum stjettarinnar og meinað að kom- ast inn á þá þroskabraut, sem verklýðsfjelagsskapur- inn yrði fyrir hann. Þau fjelög, sem hafa t. d. þannig ákvæði í lögum sínum, að ekki megi vinna með utanf je- lagsmönnum, eins og mörg iðnfjelög og sum verklýðs- fjelög hafa, eru útilokuð frá Alþýðusambandinu meðan það er svona, nema þau þá annaðhvort útiloki meðlimi sína úr stjettinni, beiti þá skoðanakúgun, sem ósam- boðin er verklýðshreyfingunni, eða brjóti lög sam- bandsins. (Hina síðastnefndu leið hefur t. d. »Dágs- brún« farið, sem hefur náð fjölda verkamanna inn í fjelagið, alveg án tillits til pólitískra skoðana þeirra). Afleiðingarnar af þessu skakka skipulagi verklýðs- hreyfingarinnar á fslandi, sýna sig síðan aðallega á tvennan hátt. Annarsvegar í pólitískri spillingu, því annað verður það ekki kallað, þegar menn sökum stjettarhagsmuna standa í pólitísku fjelagi, sem þeir í rauninni ekki fylgja, nema í hinum beinu hagsmunamálum. Hinsvegar — og er það miklu alvarlegra — í því, að Alþýðusambandið megnar alls ekki að ná öllum þeim verklýðsfjelögum, sem þegar eru til, inn í sam- bandið, og hinsvegar heldur ekki að skapa samtök hjá þeim hluta verklýðsstjettarinnar, sem enn þá á engin samtök.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.