Réttur


Réttur - 01.10.1930, Side 62

Réttur - 01.10.1930, Side 62
874 FÍU ÍSL. VÉRKLÝÐSHÍíEYFINGU [Rjettur Af verklýðsfjelögum á íslandi munu 25 vera í Al- þýðusambandinu. Þar á meðal eru þó stærstu fjelög' verkalýðsins. En utan Alþýðusambandsins standa að minsta kosti 33 fjelög, og eru það mestmegnis fjelög iðnlærðra verkamanna og formánna og einnig allmörg verklýðsfjelögútum land. Þótt þessi fjelögyfirleittsjeu fáménnari en hin, sem í Alþýðusambandinu eru, þá hafa þau þó afarmikið gildi í framleiðslunni sökum af- stöðu sinnar um fagþekkingu. Hvað meðlimatölu snert- ir munu um 4—5000 verklýðsfjelagar standa í Alþýðu- sambandinu, en yfir 1000 utan þess. Hitt er þó ekki síður varhugavert, að til samans eru eftir 15 ára starf á grundvelli Alþýðusambandsins, ekki nema 5—6000 verkamenn og verkakonur organi- seraðar í samtökuin verkalýðsins. En alls voru á ís- landi 1920 taldir 25,000 framfærendur í verklýðsstjett, 25,000 manns, er verða að framfleyta sjer og jafn- mörgu skylduliði (framfærðum) á því að selja vinnu- afl sitt. Alls taldi verklýðsstjettin þá eftirfarandi með- limafjölda í hverri iðngrein: Landbúnaður 10,092 Fiskiveiðar 14,800 Iðnaður og handvei-k 6,792 Verslun og samgöngur 8,965 Heimilishj ú 6,384 Af þessum iðngreinum verkalýðs má heita, að aðeins meðlimir tveggja sjeu að nokkru innan Alþýðusam- bandsins, fiskveiða og verslunar og samgangna. Með- limir þriðju greinarinnar iðnaðar og handverks, eru í samtökum, en mestmegnis utan Alþýðusambandsins. En verkafólk úr landbúnaði og heimilishjú eru gersam- lega samtakalaus. Og svo er og um mikinn hluta af öðrum verkalýð, t. d. verkamenn ríkissjóðs við vega- vinnu, brúargerð o. fl., starfsfólk verslana og skrif- stofa, og ótal aðra.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.