Réttur


Réttur - 01.10.1930, Page 66

Réttur - 01.10.1930, Page 66
878 FRA ÍSL. VFRKI.ÝÐSHRFTYFÍNGU [Rjettuf löggjöf og atvinnuleysistryggingum, en aðalstarf þess er þó uppeldisstarfið, — það að skipuleggja starfsemi hins róttæka verkalýðs í hreyfingunni, sameina úrvala- lið hans og búa það undir hlutverk sitt, forustuna í stjettabaráttu verkalýðsins. Þó hefur það hamlað starfsemi »Spörtu« mjög að ekkert kommúnistablað hefur verið til í Reykjavík. Með miklum erfiðismunum og fórníysi kommúnistanna reykvísku, tókst þeim þó að lokum að koma upp blaðl, er hóf göngu sína í sumar, og heitir »Verklýðsblaðið«. Er það vikublað á stærð við »Lögrjettu«. Blað þetta hefur nú þegar sannað hve miklir og snjallir þeir kraftar eru, sem virðast liggja í dvala hjá verkalýðnum og haldið er niðri af afturhaldssömum foringjum hans. Hefur það nú sýnt sig þessa þrjá mán- uði, sem »Verklýðsblaðið« hefur komið út, að því er betur stjórnað hvað allan frágang og blaðamensku snertir en nokkurt annað blað á íslandi. Jafnframt sýnir það sig sem hreint verklýðsblað, er flytur ein- göngu greinar, er varða verkalýðinn, hreyfingu hans, hagsmunabaráttu og hugsjónir, og er auk þess að miklu leyti ritað af verkalýðnum sjálfum með þeim verka- mannabrjefum, sem verkamenn og verkakonur út um land senda blaðinu. Er það algerlega nýstárlegt í ís- lenskri blaðamensku, og sýnir vel hve nánu sambandi blaðið nú strax hefur náð við lesendur úr verklýðs- stjett. Með »Verklýðsblaðinu« er skapað ágætt málgagn fyrir kommúnista, og það einmitt á hentugasta tíma, þegar árásir atvinnurekendanna dynja yfir og nauð- synlegt er að verkalýðurinn eigi ötulan málsvara, ger- sámlega óháðan ríkis- eða banka-valdi íslenska auð- valdsskipulagsins. Öllum þeim, sem fylgjast vilja með í málum verka- lýðs og fátækra bænda á íslandi, er nauðsynlegt að kynna sjer »Verklýðsblaðið«. Þeir munu vart finna ó-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.