Réttur


Réttur - 01.10.1930, Side 70

Réttur - 01.10.1930, Side 70
382 KITSJÁ [Rjettur »mentunarástandið í Rússlandkc). En eftir þeim gögnum, er Adoratski leggur fram, þá er ljóst, að Lenin hefir lagt stund á heimspeki af hinu mesta kappi alt frá fyrstu byrjun. Eitt af helztu rituni Lenins »Efnishyggja og reynslugagnrýni«, ber það og með sér, að Lenin er ekkert barn í heimspekilegum efnum, heldur hefir hann viðað að sér svo mikilli þekkingu í heimspeki, að margur heimspekiprófessorinn mætti öfunda hann af. Af fleiri greinum timaritsins má nefna J. S. Gorfinkel: »Um atvinnuleysið á tímabili einokunarauðvaldsins«. Paul Reimann: »Sögufölsun og' sagnamyndun í þýzkri bókmentasögu«. Fried- land: »Marxismi og söguritun Vestur-Evrópu«. Lolts er löng' grein um Max Planck, hinn fræga eðlisfræðing, og' baráttu hans við »idealismann« í eðlisfræðinni, eftir A. Maximow. Af því, sem nú hefir verið sagt, má nokkuð sjá innihald og anda tímaritsins. Allir þeir, sem þýzku lesa og áhuga hafa á hinum vísindalega sósíalisma, ættu að gerast áskrifendur að ritinu. Það kostar 12 ríkismörk árgangurinn og kemur út fjór- um sinnum á ári. Ritstjóri »Rjettar« mun taka á móti áskrift- um, eins mun Bókaverzlun alþýðu i Reykjavík verða mönnum hjálpleg til að ná í ritið. Sverrir Kristjánsson. J. STALIN: LENINISMINN. Rit hins heimsfræga ioringja rússnesku algýö- unnar um kenningar Lenins, um sosíalismann á vorum dögum, timum heimsbyltingarinnar, kemur nú út á íslensku. Deir, sem gerast áskrifendur strax, fá búkina fyrir 2,00 kr. Kostar annars 2,50. Jlskrifendur, kaupendur og umboösmenn snúi sjer til: flöalumboösmanns „Rjettar": JÖHS G. GUÐMANN, flkureyri.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.