Réttur


Réttur - 01.01.1970, Side 4

Réttur - 01.01.1970, Side 4
verkalýðshreyfingin á mjög litla grunnkaups- hækkun. Samið var um, að lán húsnæðismálastjórn- ar skyldu hækka en lánin skyldu vísitölu- tryggð. Samið var um, að byggðar skyldu 1250 íbúðir yfir efnalitla félaga í verkalýðsfélög- um og þar lánað 80% af andvirði íbúðanna til langs tíma, en þau lán voru einnig vísi- tölutryggð. Við undirbúning hverrar kjaradeilu hefur verkalýðshreyfingin stöðugt verið brýnd á því að sýna ábyrgð og þjóðhollustu. Og allt viðreisnarskeiðið hefur hún sýnt ábyrgð og þjóðhollustu. Allt frá því, að hún lét stjórn Alþýðuflokksins taka af sér 17 vísitölustigin, sem þó var farið að greiða, án þess að gera annað en mótmæla í orði. Aldrei á neinu tímabili hafa verið sett fleiri lög til lausnar vinnudeilum en í tíð viðreisnar og alltaf hefur verið gengið á rétt launþega með þeim lagasetningum. Þegar verkföll hafa verið bönnuð með lögum, hafa alltaf komið mótmæli frá verka- lýðshreyfingunni, en við þau hefur verið lát- ið sitja. Oft er ríkisstjórnin búin að reyna að af- nema vísitölu á laun en aldrei hefur hún lát- ið sér detta í hug að afnema vísitölu af lán- um húsnæðismálastjórnar. Þrátt fyrir mikið atvinnuleysi í bygging- ariðnaði og skort á íbúðarhúsnæði, þá er að- eins búið að byggja innan við fjórðapart af þeim 1250 íbúðum, sem láglaunafólk átti að geta flutt inn í á þessu ári. Þannig varð raunin sú, að aðeins annar aðilinn stóð við samningana, ríkisstjórnin stóð aðeins við þá þætti þeirra, sem hún sjálf vildi. Ekki er hægt að segja, að þessi tilraun til að halda uppi kaupmættinum, án þess að um verulegar kauphækkanir yrði að ræða, 4 hafi tekizt vel og þess er tæplega von, að launþegar treysti oftar fyrirheitum eða samn- ingum við þetta ríkisvald. TRAUSTIÐ Það sem hér að framan hefur verið rakiö, er að mestu leyti orsök þess, að traust manna á getu verkalýðshreyfingarinnar til að end- urvinna kaupmátt tímakaupsins, hefur rýrn- að verulega. Oryggisleysi og vonleysi launþega er ein- kenni þessa vetrar. Ekki urðu tvær síðustu vinnudeilur til að auka mönnum bjartsýni, þegar eingöngu var barizt við að halda að mestu óbreyttum kjör- um. Þegar kröfurnar voru ekki reistar hærra en það, að fá að búa við óbreytt vísitölu- ákvæði, þrátt fyrir að kaupmáttur launa væri orðinn smánarlega lítill. Verkalýðsforystunnar bíða mikil verkefni, eitt meginverkefnið verður það, að endur- vekja og glæða baráttuhug og bjartsýni fé- laga sinna. Fyrir samningana í vor veltur á miklu að gera hinn almenna félagsmann virkan. At- vinnuleysið og kjaraskerðingin hefur á ný beint sjónum manna að gildi samtaka sinna og samstöðu. Þetta afl verður að virkja. Átökin í vor eiga ekki að vera mál forystumannanna einna heldur félaganna allra með virkri þátttöku. Til þess að það geti orðið, er nauðsynlegt að hyggja vel að ástandinu í verkalýðsfélög- unum sjálfum. Gera sér grein fyrir þeim breytingum, sem orðið hafa og reyna að átta sig á því áhuga- og afskiptaleysi, sem mjög mikill fjöldi launþega sýnir stéttarsamtökum sínum. Finna ástæðu þess, að á fundum um þýð- J

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.